spot_img
Thursday, January 9, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMasvidal snýr aftur í apríl, orðaður við Chandler

Masvidal snýr aftur í apríl, orðaður við Chandler

Jorge Masvidal greindi frá því í hlaðvarpinu Fight Back að hann hyggst snúa aftur í UFC og stefnir á viðburð í apríl sem verður haldinn á hans heimaslóðum í Miami, Florida. Michael Chandler var ekki lengi að senda honum áskorun og skrifaði á X: “Hvar ertu Jorge?”

Jorge Masvidal stefnir á endurkomu sléttum 2 árum frá síðasta bardaga sínum í UFC. Masvidal gaf okkur mörg ógleymanleg augnablik á UFC ferli sínum eins og t.d. fljúgandi hné rothöggið gegn Ben Askren 2019. Hann endaði þó UFC ferilinn á 4 töpum í röð og leit alls ekki vel út í síðasta bardaga gegn Gilbert Burns. Hann tapaði svo hnefaleikabardaga gegn Nate Diaz eftir það.

Jorge Masvidal er mikill karakter og í miklu uppáhaldi hjá mörgum UFC aðdáendum og eflaust margir sem taka endurkomu hans fagnandi, enginn þó meira en Michael Chandler sem er að leita sér að stórum bardaga, á stórum PPV viðburði, með stórri launaávísun eftir að ekkert varð úr bardaga hans gegn Conor McGregor. Chandler mætti Charles Oliveira á UFC 309 í síðasta mánuði þar sem hann stóð sig alls ekki nægilega vel og tapaði öllum 5 lotunum gegn fyrrverandi léttvigtarmeistaranum. Þar kom í ljós að Chandler er kannski ekki beint UFC meistaraefni en er þó skemmtilegur bardagamaður sem gefur manni yfirleitt alltaf góða skemmtun.

Það er nokkuð öruggt að Jorge Masvidal er ekki kominn aftur til þess að gera alvarlega atlögu að veltivigtartitlinum heldur berjast fyrir ástinni á sportinu og mögulega fyrir góða útborgun í leiðinni. Hann er því örugglega ekki að leita að sem erfiðasta bardaganum til að setja sig í sem besta stöðu í titilbaráttunni heldur skemmtilegum bardaga þar sem sigurlíkur hans væru góðar. Michael Chandler sem er lítill fyrir léttvigtina myndi að öllum líkindum færa sig upp í veltivigt fyrir þennan bardaga og hljómar það eins og viðráðanlegt verkefni fyrir Masvidal, sem gæti þó verið krefjandi og auðvitað mikil skemmtun fyrir áhorfendur. Bardagi milli þeirra tveggja yrði örugglega vel tekið meðal flestra UFC aðdáenda á þessum tímapunkti og hvergi betra að gera það en í Miami, a.m.k. fyrir Masvidal

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið