UFC staðfesti nokkra athyglisverða bardaga í gær. Diego Sanchez fer aftur upp í veltivigt og Anderson Silva verður í aðalbardaga kvöldsins í Kína.
Diego Sanchez mætir Matt Brown á UFC Fight Night 120 þann 11. nóvember. Bardaginn fer fram í veltivigt en síðast sáum við Sanchez í léttvigt þar sem hann var rotaður af Al Iaquinta. Ekki er langt síðan Sanchez var í fjaðurvigt en nú er Sanchez kominn aftur upp í veltivigt.
Matt Brown hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu og tapað fimm af síðustu sex bardögum sínum. Hann ákvað að taka sér hlé frá keppni eftir tap gegn Donald Cerrone í desember en er nú kominn aftur á kreik. Þetta ætti að verða skemmtilegur bardagi milli tveggja kappa sem eru komnir af léttasta skeiði og eiga kannski ekki langt eftir af ferlinum.
UFC staðfesti einnig viðureign Kelvin Gastelum og Anderson Silva í Sjanghæ í Kína. Þetta verður aðalbardagi kvöldsins og í fyrsta sinn sem UFC heldur bardagakvöld á meginlandi Kína (áður haldið kvöld í Macau). Þeir Gastelum og Silva áttu að mætast í júní en Gastelum féll á lyfjaprófi eftir sigur sinn á Vitor Belfort og fékk ekki að keppa á UFC 212 eins og til stóð. Gastelum fékk þess í stað bardaga gegn Chris Weidman og var kláraður með uppgjafartaki í 3. lotu.
Anderson Silva nældi sér í sinn fyrsta sigur í fimm ár þegar hann sigraði Derek Brunson eftir umdeilda dómaraákvörðun á UFC 208. Fram að því hafði hann tapað nokkrum bardögum í röð en þessi goðsögn er ekkert á því að hætta þrátt fyrir að vera orðinn 42 ára gamall.
?SO OFFICIAL!?@SpiderAnderson vs @KelvinGastelum set for #UFCShanghai!
??s ? https://t.co/pGy0fGXl3P
? https://t.co/zwr4ceHIjW pic.twitter.com/eZVEVq94JX— UFC_Asia (@UFC_Asia) August 17, 2017
UFC staðfesti einnig í gær viðureign Cody Garbrandt og T.J. Dillashaw um bantamvigtartitil UFC.
It’s finally happening!! @Cody_Nolove vs. @TJDillashaw is on for #UFC217! pic.twitter.com/AZJdJh8wle
— UFC Europe (@UFCEurope) August 17, 2017