spot_img
Saturday, May 3, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMauricio Ruffy kallar eftir Dariush eftir rothögg ársins

Mauricio Ruffy kallar eftir Dariush eftir rothögg ársins

Mauricio Ruffy fór illa með Bobby „King“ Green á UFC 313 um helgina. Ruffy kláraði bardagann með einu af rothöggum ársins og kallaði svo eftir Beneil Dariush í main event bardaga næst.

Brasilíska gymmið Fighting Nerds hefur gjörsamlega tekið yfir UFC senuna upp á síðkastið. Þeir félagarnir Caio Borralho 7-0 (1 KO, 1 Sub), Mauricio Ruffy 3-0 (2 KOs), Carlos Prates 4-0 (4 KOs) og Jean Silva 4-0 (4 KOs) hafa verið hreint óstöðvandi og eru með samanlagt 18 sigra og engin töp innan UFC.

Það var Mauricio Ruffy sem stal senunni um helgina með einu af rothöggum ársins þegar hann fór lét Bobby Green og kláraði bardagann með spinning heel kick í fyrstu lotu. Rothöggið má sjá á hlekknum hér fyrir neðan:

https://twitter.com/i/status/1898576306583028090

Eftir sigurinn kallaði Ruffy eftir Beneil Dariush sem situr í 9. sæti styrkleikalistans. Dariush sagðist í samtali við Submission Radio vera opinn fyrir viðureigninni þó að hann hafi vonast eftir því að færast nær titlinum í næstu bardögum. Dariush var á 8 bardaga sigurgöngu þegar hann mætti Charles Oliveira sem færði honum fyrsta tapið sitt í langan tíma. Dariush mætti svo Arman Tsarukyan og þurfti að sætta sig við annað tap í röð.

Dariush er tilbúinn ef að kallið kemur

“That’s kind of where I’m at right now. There was a period where I fought a guys a lot outside of the rankings and it didn’t really move me that much forward. So at this point, I want the fights that are gonna get me to the title the quickest. So that’s really what I’m waiting for is to get that call and be like, okay, you’re fighting this guy, you’re fighting that guy who is ranked. That’s the ideal situation…If they call me to fight him, then so be it. Then we’re fighting him”

Sigur gegn Dariush myndi fleyta Ruffy upp í styrkleikalista léttvigtarinnar. Bardagastílnum hans Ruffy hefur verið líkt við Conor McGregor þegar hann var upp á sitt besta og því eðlilegt að UFC aðdáendur séu spenntir að sjá meira frá bardaganördinu Mauricio Ruffy.

Það má til gamans geta að Mauricio Ruffy heitir í raun ekki „Ruffy“. Hann tók nafnið frá vinsælli anime-persónu úr One Piece og hermdi eftir skemmtilegum töktum úr þættinum. Hann er ósvikið bardaganörd og ættu aðdáendur að vera spenntir að sjá meira frá Mauricio Ruffy.

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið