spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMax Holloway kveður fjaðurvigtina, tilbúinn fyrir nýjan kafla í léttvigt.

Max Holloway kveður fjaðurvigtina, tilbúinn fyrir nýjan kafla í léttvigt.

Max Holloway verður ávallt minnst sem eins besta fjaðurvigtarbardagamanns allra tíma en hann segist nú vera tilbúinn að loka á þann kafla ferilsins og snúa sér alfarið að léttvigtinni.

Holloway mætti Ilia Topuria í titilbardaga fyrir fjaðurvigtarbeltið á UFC 308 í lok október þar sem hann var rotaður í fyrsta skipti á ferlinum. Hann hefur barist 28 sinnum í fjaðurvigtinni og sigraði hann þar 14 bardaga í röð frá 2014 til 2018 eftir að hafa tapað fyrir Conor McGregor. Hann sigraði stór nöfn á borð við José Aldo, Brian Ortega, Frankie Edgar, Anthony Pettis og Charles Oliveira.

Holloway hefur tvisvar barist í léttvigt. Hann tapaði á stigum gegn Dustin Poirier á UFC 236 árið 2019 í skemmtilegum bardaga og gaf okkur svo eitt besta augnablik í sögu UFC þegar hann rotaði Justin Gaethje á UFC 300 í apríl á þessu ári með nokkrar sekúndur eftir á klukkunni, eftir að hafa bent á miðjuna og lagt allt undir í bláenda bardaga sem hann var án nokkurs vafa að vinna.

Max sagði nýlega á Youtube rás sinni að nú væri komið að hans Fönixar augnabliki, úr öskunni muni hann endurfæðast og sagðist hann vera spenntur fyrir nýjum kafla. Hann sagðist hafa þurft að gefa upp ramen til þess að skera niður í 145 pund, eitthvað sem hann segist aldrei vilja gera aftur.

Max sagði að hann gerði það sem hann þurfti að gera í fjaðurvigtinni. Hann barðist marga titilbardaga, varð meistari, varði beltið, klóraði sig aftur tilbaka eftir að hafa misst það en núna væri kominn tími á eitthvað betra og stærra.

Max segir að útgáfan af honum sem við sáum á UFC 300 hafi ekki verið full tilbúin útgáfa, en hann getur ekki beðið eftir að hefja undirbúningsvinnuna fyrir næsta bardaga og bæta á sig stærð.

Holloway stefnir á endurkomu næsta sumar og segist opinn fyrir öllu. Hann gæti varið BMF beltið, barist við annan léttvigtar contender eða farið í allt aðra átt. Hann sagði það of snemmt að nefna einhver nöfn en það verður nóg af möguleikum.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular