spot_img
Wednesday, December 11, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeEnglishUmboðsmaður Petr Yan vill sjá yfirburðarsigur gegn Deiveson Figueiredo

Umboðsmaður Petr Yan vill sjá yfirburðarsigur gegn Deiveson Figueiredo

Petr Yan á bardaga við Deiveson Figueiredo þann 23. nóvember næstkomandi og ætlar sér að sýna fram á að hann eigi heima í tiltilumræðu í bantamvigtinni. Umboðsmaður Yan hefur gefið út að það sé ekki bara mikilvægt að sigra heldur ætli Yan að sigra Figueiredo sannfærandi eða stöðva hann.

Petr Yan sigraði Jose Aldo þegar þeir kepptu um bantamvigtartitilinn árið 2020 og þótti á þeim tíma frambærilegur meistari en hann hafði þá sigrað sjö bardaga í röð í UFC. Frá þeim tíma hefur Yan átt erfitt tímabil. Hann tapaði gegn Aljamain Sterling þar sem Sterling var orðinn mjög þreyttur og Yan með bardagann í höndum sér þegar hann sló Sterling með ólöglegu hné. Sterling kvaðst ekki geta haldið áfram og honum dæmdur sigurinn sem varð til þess að hann er enn í dag einn óvinsælasti meistari í sögu UFC. Því næst sigraði Petr Yan Cory Sandhagen, því næst tapaði hann fyrir Sterling með umdeildum dómaraúrskurði, hann tapaði næst fyrir Saun O´Malley einnig með umdeildum dómaraúrskurði og því næst tapaði hann fyrir núverandi meistara, Merab Dvalishvili með dómaraúrskurði.

Í síðasta bardaga Petr Yan sigraði hann spennandi bardagamann að nafni Yadong Song sem margir töldu að myndi sigra Yan og koma honum endanlega aftarlega í röðina fyrir tækifæri á titlinum. Annað kom á daginn og sigraði Petr Yan bardagann sannfærandi með einróma dómaraúrskurði.

Petr Yan hefur alla burði til þess að biðja um tækifæri á titlinum sigri hann Figueiredo sannfærandi. Það er eitt sem er hægt að fara með beint í bankann en það er að bardagi milli Petr Yan og Figueiredo verður mikil skemmtun og það er ekki til þess fallið að minnka eftirvæntingu áhugamanna á þessum bardaga að vita að Yan ætli sér yfirburðasigur.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular