Max Holloway langar að leggja BMF-beltið að veði í bardaga gegn Charles Oliveira á alþjóðlegri bardagaviku UFC en Holloway hefur ekki barist frá því að hann var rotaður af Ilia Topuria í október á síðasta ári. Holloway og Oliveira hafa barist áður en það var fyrir um 10 árum síðan en þá var bardaginn stöðvaður vegna meiðsla Oliveira. Frá þeim tíma hafa Oliveira og Holloway myndað sér stöðu innan UFC sem tveir af bestu og vinsælustu bardagamönnum samtakanna. Alþjóðleg bardagavika UFC er yfirleitt haldin í Las Vegas í júní og er almennt einn af skemmtulegustu viðburðum ársins hjá UFC en UFC hafa ekki staðfest hvenær viðburðurinn verður haldinn í ár.
Ekki er ljóst hvort UFC hafi lagt blessun sína á bardaga milli Holloway og Oliveira en Oliveira er spenntur fyrir því að berjast við Holloway þar sem léttvigtarmeistari UFC, Islam Makhachev, ætlar sér að taka stutta hvíld og reiknar með að berjast aftur í október á þessu ári.
Bardagi milli Oliveira og Holloway væri eflaust ofarlega á óskalista flestra, ef ekki allra, aðdáenda UFC og þurfa bardagasamtökin að fara beint í að semja um kaup og kjör við þessa meistara.