spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMax Holloway með frammistöðu ársins! (Myndbrot)

Max Holloway með frammistöðu ársins! (Myndbrot)

Max Holloway og Justin Gaethje börðust upp á BMF beltið í nótt. Bardaginn var gjörsamlega sturlaður, kaflaskiptur og endaði á hæstu nótum mögulegum!

Max Holloway færði sig upp í léttvigtina til að mæta Justin Geathje. Spekingar höfðu áhyggjur af því að ný þyngd og nýtt landslag myndi leika Holloway grátt og því myndum við mögulega ekki fá þann Max sem við erum vön að sjá. Það reyndist ekki vera raunin. 

Max nefbraut Geathje í fyrstu lotu með spinning kick sem smell hitti á Gaethje þegar hann var að beygja sig. Það var greinilegt að nefbrotið hafði mikil áhrif á Justin sem var mikið að vandræðast í nefinu sínu og neyddist til að anda með munninn opin restina af bardaganum. Max gerðist svo sekur um að pota einu sinni í sitthvort augað á Justin í annarri lotu. Justin, verandi naglinn sem hann er, kippti sér ekki mikið upp við það og tók stuttar pásu til að jafna sig. En það var greinilegt að skaðinn var orðinn mikill á stuttum tíma. 

Bardaginn gékk fram og til baka allar 5 loturnar og voru það snúningsspörkin hans Max og low kick hjá Justin sem auðveldlega er hægt að undirstrika sem áhrifarík vopn í bardaganum. 

Max Holloway var líklega búinn að vinna allar loturnar þegar sú fimmta var að líða undir lok. Þegar um 5 sekúndur eru eftir af bardaganum bendir Max á miðjan hringinn og býður Justin að slá villt og galið í miðjunni og skilja allt eftir þar. Högg fjöldin per sekúndu var hreint ótrúlegur, en endaði með því að Max hittir Justin með svakalegri hægri hendi sem steinrotar Justin! 

Svakalegur endir á svakalegum bardaga!

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular