spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMayweather með taktískan sigur

Mayweather með taktískan sigur

0503 floyd mannyFloyd Mayweather sannaði að hann er besti boxari sinnar kynslóðar með sigri á Manny Pacquiao í gær. Mayweather sigraði eftir einróma dómaraákvörðun.

Bardaginn var nokkuð jafn þar sem Pacquiao pressaði á meðan Mayweather beitti gagnhöggum og kom sér undan. Bardaginn var ekki sú flugeldasýning sem einhverjir bjuggust við en svona berst Mayweather og gerir það vel.

Þegar tölurnar eru skoðaðar (sjá neðst) náði Mayweather inn mun fleiri höggum en Pacquiao. Mayweather átti 148 högg sem hittu á meðan Pacquiao aðeins 81. Það er því óhætt að segja að betri boxarinn hafi sigrað í gær.

Á blaðamannafundinum eftir bardagann kvaðst Pacquiao hafa meitt sig í öxlinni tveimur vikum fyrir bardagann. Pacquiao gat ekki kýlt eins mikið með þeirri hönd og hafði það áhrif á hann í gær.

Það tók fimm ár að setja þennan bardaga saman og geta nú báðir aðilar snúið sér að öðrum andstæðingum. Mayweather mun líklegast taka einn bardaga í viðbót í september áður en hann leggur hanskana á hilluna.

manny floyd stats

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Já hann sigraði klárlega eins og búist var við það var of mikill munar á þeim þá sérstaklega faðmlengd og Manny gat ekki fundið leið framhjá því miður fyrir hann

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular