0

Gunnar Kolbeinn berst sinn þriðja atvinnumannabardaga um næstu helgi

Gunnar Kolbeinn Kristinsson berst sinn þriðja atvinnumannabardaga í boxi þann 9. maí í Finnlandi. Andstæðingur hans er hinn hvít-rússneski Artisom Charniakevich.

Gunnar Kolbeinn, betur þekktur sem Kolli, hefur sigrað báða atvinnumannabardaga sína til þessa. Kolli hóf ferilinn með sigri á Janis Ginters frá Lettlandi í Svíþjóð í nóvember síðastliðnum. Hann fylgdi þeim sigri eftir með sigri á Edgar Kalnars í mars en Kolli berst í þungavigt.

Kolli er nú að leggja lokahönd á undirbúninginn og hefur notið liðsinnis Skúla Ármannssonar við undirbúninginn en Skúli á að baki atvinnumannabardaga í þungavigt.

Artisom Charniakevich er 28 ára og á níu bardaga að baki. Hann vegur 101 kg á meðan Kolli vegur um 111 kg.

Kolli segist aldrei hafa verið í betra formi en hann hefur verið í stífum æfingabúðum undanfarið. Kolli mun freista þess að vera enn ósigraður að bardaganum loknum en bardaginn fer fram í Lapua, Finnlandi þann 9. maí.

Hægt er að fylgjast með Kolla á Facebook síðu hans hér.

kolli boxer

Mynd tekin af Facebook síðu Kolla.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.