Gunnar Kolbeinn Kristinsson berst sinn þriðja atvinnumannabardaga í boxi þann 9. maí í Finnlandi. Andstæðingur hans er hinn hvít-rússneski Artisom Charniakevich.
Gunnar Kolbeinn, betur þekktur sem Kolli, hefur sigrað báða atvinnumannabardaga sína til þessa. Kolli hóf ferilinn með sigri á Janis Ginters frá Lettlandi í Svíþjóð í nóvember síðastliðnum. Hann fylgdi þeim sigri eftir með sigri á Edgar Kalnars í mars en Kolli berst í þungavigt.
Kolli er nú að leggja lokahönd á undirbúninginn og hefur notið liðsinnis Skúla Ármannssonar við undirbúninginn en Skúli á að baki atvinnumannabardaga í þungavigt.
Artisom Charniakevich er 28 ára og á níu bardaga að baki. Hann vegur 101 kg á meðan Kolli vegur um 111 kg.
Kolli segist aldrei hafa verið í betra formi en hann hefur verið í stífum æfingabúðum undanfarið. Kolli mun freista þess að vera enn ósigraður að bardaganum loknum en bardaginn fer fram í Lapua, Finnlandi þann 9. maí.
Hægt er að fylgjast með Kolla á Facebook síðu hans hér.
- Julius, Venet og Aron með bardaga á Englandi á laugardaginn - June 3, 2022
- Spá MMA Frétta fyrir UFC 274 - May 7, 2022
- Fjórir Mjölnismenn keppa á ADCC trials á laugardaginn - May 6, 2022