spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMeira um fjaðrafokið í kringum Palhares

Meira um fjaðrafokið í kringum Palhares

palhares 3Fjaðrafokið í kringum Palhares er fjarri því að vera lokið. Eftir að hafa verið rekinn úr UFC fyrir lífstíð eftir óíþróttamannslega framkomu í bardaga sínum við Mike Pierce, svaraði Palhares með yfirlýsingu á youtube. Palhares vill sjálfur meina að hann hafi ekki fundið fyrir hluta af „tappinu“ og að hann hafi verið með það í huga að tryggja sinn sigur en ekki að slasa andstæðinginn. Palhares segist vera með hreina samvisku yfir þessu öllu saman og það hafi aldrei verið hans vilji að slasa neinn. Dæmi hver fyrir sig í meðfylgjandi upptöku.

Nú hefur fyrrum þjálfari Palhares hjá Brazilian Top Team, fyrrum UFC meistarinn Murilo Bustamante blandað sér í umræðuna. Palhares var meðlimur BTT en hefur nú fært sig um set til Nogueira bræðra. Murilo segir í yfirlýsingu að Palhares hafi oft og ítrekað slasað æfingafélaga sína og að meiðslin hafi orðið tíðari og ítrekaðari þegar að kom að bardögum hans. Ein saga sem gengur um netheima núna er að Palhares hafi meitt einn æfingafélaga sinn svo illa að hann var frá æfingum í 1 ár. Á fyrstu æfingu sinni eftir meiðslin glímdi hann aftur við Palhares og Palhares fór harkalega í fótalás og skemmdi hnéð aftur. Eðlilega hafi þetta tekið mjög á hjá liðinu og gekk þetta það langt hjá þeim að fenginn var sálfræðingur til að hjálpa Palhares á andlega sviðinu, sem skilaði sér ekki. Ákvörðun var því tekin að Palhares skildi segja skilið við BTT.

Palhares hefur lengi varið þessa hegðun sína með því að segja að hann vilji vera 100% viss um að dómarinn hafi séð þetta. Ástæðan fyrir því að hann vilji vera 100% viss er að fyrrum þjálfari hans, Marilo Bustamante, lenti í fremur leiðinlegri uppákomu í bardaga sínum gegn Matt Lindland á UFC 37. Í bardaganum var Bustamante með armbar og sleppti þegar hann fann að Lindland “tappaði út”. Dómarinn sá hins vegar aldrei tappið og lét þá halda áfram. Bustamante náði honum þó síðar í “guillotine” hengingu og sigraði. Eftir það ákváðu meðlimir BTT að sleppa ekki uppgjafartaki fyrr en dómarinn væri kominn til að stöðva bardagann. Það er þó eitt að sleppa ekki uppgjafartaki fyrr en dómarinn sér “tappið” og allt annað að halda uppgjafartaki þegar dómarinn þarf að rífa þig af andstæðingnum.

Mikið hefur verið rætt um það á netinu síðustu daga hvað Palhares eigi erfitt með að sleppa uppgjafartökum sem hann nær á andstæðinga sína. Nær undantekningarlaust þegar sigurbardagar hans eru skoðaðir, hefur hann haldið taki í óhóflega langan tíma. Næg eru dæmin, en áhugavert er að skoða hengingartakið sem Palhares nær gegn Helio Dipp í sínum 5. bardaga. Dipp er augljóslega meðvitundarlaus þegar dómarinn stígur inn og beitir fullu afli til þess að rífa hendur Palhares af Dipp, sem heldur hengingartaki sínu þéttingsfast löngu eftir að bardaginn er búinn.

Næsti bardagi eftir Dipp var gegn Flavio Luiz Moura. Eftir að Moura “tappar” augljóslega út heldur hann lengur og tekur svo einn lokakipp og snýr löppinni enn meir. Að vísu var Moura að sparka í andlit á liggjandi Palhares sem er bannað, en er engu að síður enn eitt dæmið um Pahares að halda uppgjafartaki lengur en nauðsynlegt er.

Framtíðin er því miður ekki björt hjá Palhares. Það er virkilega skemmtilegt að sjá svona fótalásasérfræðing í MMA en þegar menn geta ekki hagað sér eftir reglunum eiga þeir ekkert skylt við íþróttina. Björn Rebney, forseti Bellator, gaf það út í dag að Bellator hefði ekki áhuga á að fá Palhares til liðs við sig. Björn vill ekki setja sína menn í óþarfa áhættu gegn manni einsog Palhares, öryggi manna sé í forgangi hjá Bellator.

palhares 2

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular