spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMestu framfarir á árinu

Mestu framfarir á árinu

Við höldum áfram að gera upp árið 2013 og í dag skoðum við þá bardagamenn sem hafa bætt sig mest á árinu. Hérna erum við að skoða efnilega bardagamenn sem hafa tekið stórt stökk í þyngdarflokknum sínum og efnilega bardagamenn sem hafa staðið sig vel á árinu.

Holly Holm
Holly Holm

10. Holly Holm – bantamvigt kvenna

Holly Holm er einn fremsti kvenboxari síns tíma. Hún á 18 stóra titla á bakinu í þremur þyngdarflokkum en hefur nú snúið sér að MMA. 2013 var frábært ár hjá henni þar sem hún sigraði fjóra bardaga, 3 með rothöggi, og virðist bara vera tímaspursmál hvenær hún fær tækifæri í bantamvigt kvenna í UFC. Talið er að Holm vilji fá of mikið borgað að mati UFC og þess vegna ekki enn samið við UFC en vonandi leysist úr þessu á næsta ári.

9. Kelvin Gastelum – veltivigt

Gastelum sigraði 17. seríu af TUF sem kom talsvert á óvart. Fáir bjuggust við að hann ætti eftir að komast langt í keppninni, hvað þá sigra keppnina! Hann hefur nú fært sig niður í veltivigt þar sem hann sigraði Brian Melancon eftir uppgjafartak í fyrstu lotu og eru margir sem búast við miklu af honum á næsta ári.

Conor McGregor
Conor McGregor

8. Conor McGregor – fjaðurvigt

Íslendingar könnuðust vel við Írann Conor McGregor enda hefur hann æft hér með keppnisliði Mjölnis nokkrum sinnum. Hann var lítt þekktur áður en hann kom í UFC en er nú á allra vörum eftir frábærar frammistöður og ótrúlega kjaftinn sinn. Hann barðist tvisvar á árinu en meiddist því miður í hnénu og er óvíst hvenær hann kom aftur. Ef hann heldur áfram að sigra sannfærandi í næstu bardögum á hann eftir að komast fljótt á toppinn.

7. Emmanuel Newton – léttþungavigt

Lítt þekktur “journey man” fyrir ári síðan en óvæntur sigur á King Mo gerði hann að stærra nafni. Hann sigraði King Mo aftur í nóvember á þessu ári sem gerði hann að “Interim” meistara Bellator í léttþungavigtinni. Sitt sýnist hverjum um King Mo og hans hæfileika en þessir sigrar hafa skilað honum á topp 10 yfir bestu léttþungavigtarmenn heims.

6.  Marlon Moraes – bantamvigt

Var tiltölulega óþekktur fyrir ári síðan en er nú talinn einn besti bantamvigtarmaður heims eftir þrjá sannfærandi sigra á árinu. Þessir sigrar hafa skilað honum á topp 10 yfir bestu bantamvigtarmenn heims. WSOF bindur miklar vonir við hann en vonandi fáum við að sjá hann spreyta sig í UFC í náinni framtíð.

5. John Lineker – fluguvigt

Fluguvigtarmaðurinn sem virðist aldrei ná þyngd. Svo virðist sem þessi skemmtilegi Brassi sé með dýnamít í höndunum en hann sigraði alla þrjá bardaga sína á árinu eftir tæknilegt rothögg. Næsti bardagi hans gegn Ali Bagautinov mun ákvarða hvor fær næsta titilbardaga í fluguvigtinni en Lineker verður að ná þyngd ef hann ætlar að fá titilbardaga. Lineker hefur nú þegar þrisvar sinnum ekki náð þyngd í fimm bardögum.

4. Cub Swanson – fjaðurvigt

Síðustu 2 ár hafa verið frábær hjá Swanson sem hefur sigrað fimm bardaga í röð, þar af 4 eftir rothögg. 2 frábærir sigrar á árinu hafa skilað honum á topp 5 yfir bestu fjaðurvigtarmenn heims. Gæti fengið titilbardaga á næsta ári.

3. Khabib Nurmagamedov – léttvigt

Hélt áfram að storma UFC með þremur afar sannfærandi sigrum sem skilaði honum í bardaga gegn Gilbert Melendez á næsta ári. Sigurvegarinn þar fær líklegast næsta titilbardaga í léttvigtinni.

2. TJ Grant – léttvigt

TJ Grant fór frá því að vera meðaljón í veltivigtinni í að vera meðal bestu léttvigtarmanna heims. Hann kláraði báða bardaga sína á árinu með miklum yfirburðum sem skilaði honum titilbardaga gegn Ben Henderson. Því miður meiddist Grant og missti hann því af titilbardaganum en það er ekki hægt að neita því að hann var mjög öflugur á þessu ári.

Glover-Teixeira-vs-Rampage-Jackson-at-UFC-on-Fox-6-6610
Glover Teixeira gegn Rampage

1. Glover Teixeira – léttþungavigt

Menn vissu svo sem alltaf að Teixeira gæti gert flotta hluti í UFC en þrír sigrar á árinu hafa skilað honum væntanlegum titilbardaga gegn Jon Jones. Byrjaði árið á að sigra Quinton “Rampage” Jackson, hengdi svo James Te Huna og rotaði Ryan Bader. Mjög öflugur boxari en einnig virkilega góður glímumaður en hann keppti einmitt á ADCC 2011 í Nottingham.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular