spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMet voru slegin í UFC um helgina

Met voru slegin í UFC um helgina

UFC hélt Fight Night sl. laugardag þar sem Marcin Tybura & Tai Tuivasa tókust á í aðalbardaga kvöldsins. Tai Tuivasa er mikið uppáhald margra UFC aðdáenda og fannst mörgum sárt að sjá “Bam-Bam” tapa 4. bardaganum í röð, og það á afmælisdag sinn.

Ágætt kvöld í Apexinu og met voru slegin. Í opnunarbardaga aðal kortsins mættust Gerald Meerschaert og Bryan Barberena sem endaði með sigri Meerschaert eftir uppgjafartak. Hann átti fyrir metið fyrir flesta sigra með uppgjafartaki í sögu millivigtarinnar sem hann bætti við en með þessum sigri jafnaði hann einnig met Anderson Silva fyrir flest finish, 11 talsins.

Síðar áttust við Ovince St. Praux og Kennedy Nzechukwu og með því tilti “OSP” sér upp að Tito Ortiz fyrir flesta bardaga í léttþungavigt. Hann er svo í 2. sæti yfir flesta sigra. Bardaginn milli Ovince og Kennedy var mjög skemmtilegur og endaði með klofinni dómaraákvörðun sem féll með Ovince. Báðir bardagamenn settu persónuleg met fyrir flest þýðingarmikil högg lent í UFC bardaga

Annað áhugavert á kvöldinu var bardagi Christian Rodriguez og Isaac Dulgarian sem endaði einnig með klofinni dómaraákvörðun þar sem báðir bardagamenn unnu sitt hvora 10-8 lotuna og voru allir dómarar a.m.k. sammmála um það.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular