spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMichael Bisping: Berst ekki í London

Michael Bisping: Berst ekki í London

Kveðjubardagi Michael Bisping mun ekki fara fram í London nú í mars. Miðasalan á bardagakvöldið hefst í vikunni og enn á eftir að staðfesta aðalbardaga kvöldsins.

Mikil óvissa ríkir um hverjir verða í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í London þann 17. mars.  Í síðustu viku virtist sem Gunnar fengi aðalbardagann gegn Darren Till en nú er búið að slá það af borðinu.

Um helgina greindi Ariel Helwani frá því að verið væri að skoða mögulegan bardaga á milli Rashad Evans og Bisping og átti það að vera aðalbardagi kvöldsins. Nú hefur Bisping sagt að hann muni ekki berjast í London.

Bisping stefndi af því að taka kveðjubardaga sinn í London í mars en eftir að hann var rotaður af Kelvin Gastelum í nóvember breyttust áætlanir hans. Nú hefur hann sagt í hlaðvarpi sínu að hann sé hugsanlega hættur.

Það verður því áhugavert að sjá hver aðalbardagi kvöldsins verður en hugsanlega mun Gunnar Nelson enda þar. Þá gæti bardagi Jimi Manuwa og Jan Blachowicz, sem nú þegar er staðfestur á kvöldið, endað sem aðalbardagi kvöldsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular