spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMichael Bisping hugsanlega búinn að berjast sinn síðasta bardaga

Michael Bisping hugsanlega búinn að berjast sinn síðasta bardaga

Michael Bisping hefur mögulega lagt hanskana á hilluna. Í hlaðvarpi sínu velti hann því fyrir sér hvort bardagaferli sínum sé lokið.

Michael Bisping heldur úti hlaðvarpinu Believe You Me. Í nýjasta þættinum velti hann því fyrir sér hvort hann eigi að hætta í MMA eða ekki.

„Ég er að rökræða við sjálfan mig hvort ég eigi að taka bardaga eða ekki. Augað mitt er slæmt og konan mín vill ekki að ég haldi áfram að berjast. Ég sé út um augað en ekki eins vel og ég gerði áður og ég er ennþá ungur maður þannig að það er eiginlega ástæðan fyrir því að ég er að velta þessu fyrir mér. Konan mín, umboðsmaður og fólkið sem er mér næst segja mér að sleppa þessu. ‘Til hvers að berjast aftur? Þér tókst þetta, þú vannst beltið’ segja þau við mig. Mér tókst þetta, ég hef gert það sem ég ætlaði mér að gera,“ sagði Bisping í hlaðvarpinu.

Michael Bisping tapaði millivigartitli sínum eftir tap gegn Georges St. Pierre í nóvember þar sem hann var sleginn niður í bardaganum og svæfður. Hann kom svo inn með skömmum fyrirvara gegn Kelvin Gastelum í Sjanghæ þremur vikum eftir tapið gegn St. Pierre og var þar illa rotaður af Gastelum.

Bisping hefur ekki staðfest að hann sé endanlega hættur en hugsanlega mun hann vilja enda ferilinn á sigri. Talið var að kveðjubardagi hans færi fram í London í mars en Bisping útilokaði það í gær að hann muni berjast í London.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular