spot_img
Tuesday, December 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMichael Chandler horfir til titilsins og skilur Connor McGregor eftir í baksýnisspeglinum...

Michael Chandler horfir til titilsins og skilur Connor McGregor eftir í baksýnisspeglinum í bili

Michael Chandler kveðst vera hættur að bíða eftir Connor Mcgregor og einbeitir sér að atlögu að léttvigtartitlinum

Michael Chandler er einbeittur á bardagann við Charles Oliveira á UFC 309 og segir að bardaginn við Connor Mcgregor sé komin í baksýnisspegilinn. Chandler lítur á 2025 sem árið sem hann springur út og gerir alvöru atlögu að titlinum og kveðst sjá fyrir sér C (meistari) við hlið nafnsins hans í UFC rankings á árinu 2025.

Það var ekki auðvelt fyrir Chandler að horfa fram á vegin enda hefði bardagi við Conor haft í för með sér gríðarlegar fjárhæðir sem erfitt er að horfa fram hjá. Chandler er ekki alveg búin að gefast upp á Conor en hann sagði að Conor ætti ýmislegt óuppgert í UFC og býst Chandler við að Conor snúi aftur áður en langt er liðið. Chandler sagði að Conor væri ekki hans næsti bardagi en hann væri áreiðanlega næsti bardaginn hans Conor.

Michael Chandler mætir Charles Oliveira á UFC 309 eins og komið hefur fram sem fer fram 16. nóvember næstkomandi og verður fróðlegt að sjá hvort Chandler beri þess merki að hann hafi ekki keppt í MMA síðan hann tapaði fyrir Dustin Poirier þann 12. nóvember 2022.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular