Michael Chandler er einbeittur á bardagann við Charles Oliveira á UFC 309 og segir að bardaginn við Connor Mcgregor sé komin í baksýnisspegilinn. Chandler lítur á 2025 sem árið sem hann springur út og gerir alvöru atlögu að titlinum og kveðst sjá fyrir sér C (meistari) við hlið nafnsins hans í UFC rankings á árinu 2025.
Það var ekki auðvelt fyrir Chandler að horfa fram á vegin enda hefði bardagi við Conor haft í för með sér gríðarlegar fjárhæðir sem erfitt er að horfa fram hjá. Chandler er ekki alveg búin að gefast upp á Conor en hann sagði að Conor ætti ýmislegt óuppgert í UFC og býst Chandler við að Conor snúi aftur áður en langt er liðið. Chandler sagði að Conor væri ekki hans næsti bardagi en hann væri áreiðanlega næsti bardaginn hans Conor.
Michael Chandler mætir Charles Oliveira á UFC 309 eins og komið hefur fram sem fer fram 16. nóvember næstkomandi og verður fróðlegt að sjá hvort Chandler beri þess merki að hann hafi ekki keppt í MMA síðan hann tapaði fyrir Dustin Poirier þann 12. nóvember 2022.