spot_img
Wednesday, January 8, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeEnglishMichael Chandler sannfærður um að hann sé betri en Charles Oliveira

Michael Chandler sannfærður um að hann sé betri en Charles Oliveira

Michael Chandler var gestur í þætti Ariel Helwani þar sem var meðal annars rætt frammistaða hans gegn Charles Oliveira. Chandler telur sína frammistöðu ekki hafa verið upp á marga fiska og segist gefa frammistöðu sinni tvo af tíu mögulegum í einkunn. Hélt Chandler áfram og sagði að hann myndi sigra Oliveira í níu af hverjum tíu bardögum á eðlilegu kvöldi ef aðstæður og frammistaða hans væru eins og eðlilegt myndi teljast.

Þessi fullyrðing Chandler skýtur skökku við þar sem hann tapaði fyrir Oliveira með tæknilegu rothöggi árið 2021 og í síðasta bardaga þeirra átti Chandler fá augnablik en þó einhver sem komu flest seint í bardaganum en þeir börðust 16. nóvember síðastliðinn. Í síðari bardaga þeirra er vel hægt að segja að Oliveira hafi unnið með yfirburðum enda var niðurstaða dómara einróma 50-45 fyrir Oliveira.

Chandler er skemmtilegur bardagamaður sem fær vonandi bardaga aftur fljótlega svo hann fari ekki að safna ryði eins og hann hefur gert á meðan hann beið eftir endurkomu Conor McGregor.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið