spot_img
Friday, January 3, 2025
Minigarðurinnspot_img
HomeErlentMichael Chandler semur við UFC og verður varamaður á UFC 254

Michael Chandler semur við UFC og verður varamaður á UFC 254

Fyrrum Bellator meistarinn Michael Chandler hefur samið við UFC. UFC staðfesti þetta á dögunum en Chandler verður varamaður á UFC 254.

Michael Chandler (21-5) hefur verið einn besti léttvigtarmaður Bellator undanfarin ár. Þessi 34 ára bardagamaður hreppti léttvigtartitil Bellator þrívegis en tapaði titlinum til Patricio ‘Pitbull’ Freire í fyrra. Chandler barðist síðasta bardagann á Bellator samningnum sínum þegar hann sigraði Ben Henderson nú í ágúst.

Chandler er ekki kominn með bókaðan bardaga en hann verður varamaður fyrir titilbardaga Khabib Nurmagomedov og Justin Gaethje á UFC 254. Ef annar hvor þeirra skildi meiðast þá mun Chandler vera tilbúinn til að stökkva inn.

Talið var að UFC gæti jafnvel sett Tony Ferguson gegn Chandler en Dana White, forseti UFC, útilokaði það á dögunum og sagði að Ferguson myndi ekki berjast á UFC 254. UFC bauð Dustin Poirier að fá Chandler en aftur neitaði Poirier þar sem hann vill fá meira borgað.

UFC 254 fer fram þann 24. október í Abu Dhabi.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular