0

Dana White: Conor gæti barist snemma á næsta ári

Dana White, forseti UFC, segir að Conor McGregor gæti snúið aftur í búrið á næsta ári.

Conor McGregor segist vera hættur en þetta er í þriðja sinn sem hann segist vera hættur. Flestir telja að hann muni berjast aftur og það gæti gerst snemma á næsta ári samkvæmt Dana White.

„Við erum að vinna skemmtilegum hlutum fyrir Conor í upphafi næsta árs. Hann ætti að snúa aftur í búrið á næsta ári. Ég er ekki að segja að það sé staðfest að hann komi aftur en við erum í viðræðum núna,“ sagði Dana White í gær.

Conor McGregor komst í fréttirnar um síðustu helgi þegar hann var yfirheyrður vegna kynferðisbrots. Conor hefur neitað sök en málið er til rannsóknar.

Conor var nýlega tekinn í lyfjapróf af USADA en ef hann væri raunverulega hættur myndi USADA ekki standa í því að taka hann í lyfjapróf.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.