0

Hvenær byrjar UFC Fight Night: Covington vs. Woodley?

UFC er með mjög spennandi bardagakvöld í Las Vegas í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Colby Covington og Tyron Woodley.

Bardagakvöldið er stórgott og mikið um spennandi bardaga. Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 21:00 en aðalhluti bardagakvöldins hefst á miðnætti. Alla bardagana er hægt að horfa á Fight Pass rás UFC en aðalhluta bardagakvöldsins er líka hægt að sjá á ViaPlay.

Aðalbardagi kvöldsins kemur kannski nokkrum árum of seint en rígur Woodley og Covington hefur geisað um nokkurra ára skeið. Þetta verður fyrsti bardagi Covington síðan hann tapaði fyrir Kamaru Usman í desember. Núna hefur hann yfirgefið American Top Team og æfir nú með MMA Masters í Flórída.

Tyron Woodley hefur tapað tveimur bardögum í röð en í báðum bardögum tapaði hann öllum fimm lotunum. Hann þarf því að finna eldmóðinn aftur ef hann ætlar ekki að tapa illa fyrir erkióvini sínum.

Donald Cerrone vill væntanlega komast á skrið eftir fjögur töp í röð. Cerrone segist hafa æft vel fyrir þennan bardaga og sparrað við unga og hungraða bardagamenn. Það hefur kveikt einhvern eldmóð hjá Cerrone en hann er ekkert á því að hætta.

Allir sem sverði bregða munu fyrir sverði falla, en þannig berst Niko Price. Allir 11 UFC bardagar Price hafa klárast með rothöggi eða uppgjafartaki en þar af eru fjögur töp. Price er því ekkert mikið í því að safna stigum og reyna að heilla dómarana sem býður upp á góða skemmtun.

Þar að auki fáum við nýstirnið Khamzat Chimaev gegn Gerald Meerschaert, Johnny Walker gegn Ryan Spann, Mackenzie Dern gegn Randa Markos og fjölmarga mjög spennandi bardaga.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefjast á miðnætti):

Veltivigt: Colby Covington gegn Tyron Woodley
Veltivigt: Donald Cerrone gegn Niko Price 
Millivigt: Khamzat Chimaev gegn Gerald Meerschaert                                            
Léttþungavigt: Johnny Walker gegn Ryan Spann                                          
Strávigt kvenna: Mackenzie Dern gegn Randa Markos                                 
Millivigt: Kevin Holland gegn Darren Stewart            

ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 21:00)

Fluguvigt: Jordan Espinosa gegn David Dvořák                                             
Fjaðurvigt: Mirsad Bektić gegn Damon Jackson                                           
Fluguvigt kvenna: Mayra Bueno Silva gegn Mara Romero Borella              
Bantamvigt kvenna: Jessica-Rose Clark gegn Sarah Alpar                           
Fjaðurvigt: Darrick Minner gegn T.J. Laramie                                               
Bantamvigt: Journey Newson gegn Randy Costa                                         
Bantamvigt: Andre Ewell gegn Irwin Rivera
Bantamvigt: Tyson Nam gegn Jerome Rivera

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.