Tuesday, September 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Covington vs. Woodley

Úrslit UFC Fight Night: Covington vs. Woodley

UFC var með ansi gott bardagakvöld í nótt í Las Vegas. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Colby Covington og Tyron Woodley.

Aðalbardagi kvöldsins var mikilvægur fyrir veltivigtina enda báðir í grennd við toppinn. Colby Covington var þó mun betri og leyfði Woodley aldrei að ógna sér af neinu viti. Woodley bakkaði stöðugt að búrinu og reyndi að finna réttu tímasetninguna fyrir hægri bombu. Woodley náði aldrei að lenda bombunni en Covington gerði mjög vel í 1. lotu með því að fara undir höggið og taka Woodley þannig niður.

Covington stjórnaði Woodley upp við búrið og lenti talsvert fleiri höggum. Í 5. lotu náði Covington fellu en Woodley greip um háls hans í von um að ná „guillotine“ hengingu. Í gólfinu braut Woodley rifbein og öskraði umsvifalaust af sársauka. Dómarinn stöðvaði bardagann og sigraði Covington því eftir tæknilegt rothögg í 5. lotu. Covington, með sínum einskæru persónutöfrum, óskaði síðan eftir bardaga gegn Kamaru Usman eða Jorge Masvidal.

Donald Cerrone og Niko Price háðu jafntefli. Eitt stig var tekið af Price í 1. lotu eftir að hann potaði tvisvar í augu Cerrone. Það kostaði hann sigurinn en Price var þó hæstánægður með frammistöðuna.

Stjarna kvöldsins var óumdeilanlega Khamzat Chimaev. Chimaev rotaði Gerald Meerschaert eftir aðeins 17 sekúndur með einu bylmingshöggi. Chimaev hefur því unnið alla þrjá UFC bardaga sína á aðeins 66 dögum.

Johnny Walker náði dýrmætum sigri gegn Ryan Spann eftir mikinn hasar. Mackenzie Dern náði glæsilegum sigri með uppgjafartaki í 1. lotu en dómararnir höfðu lítið að gera í kvöld þar sem bara 4 af 14 bardögum kvöldsins fóru í dómaraákvörðun.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Veltivigt: Colby Covington sigraði Tyron Woodley með tæknilegu rothöggi (brotið rifbein) eftir 1:19 í 5. lotu.
Veltivigt: Donald Cerrone og Niko Price gerðu jafntefli (majority) (29-27, 28-28, 28-28).
Millivigt: Khamzat Chimaev sigraði Gerald Meerschaert með rothöggi eftir 17 sekúndur í 1. lotu.
Léttþungavigt: Johnny Walker sigraði Ryan Spann með rothöggi (elbows and punches) eftir 2:43 í 1. lotu.
Strávigt kvenna: Mackenzie Dern sigraði Randa Markos með uppgjafartaki (armbar) eftir 3:44 í 1. lotu.
Millivigt: Kevin Holland sigraði Darren Stewart eftir klofna dómaraákvörðun (28-29, 29-28, 29-28).

ESPN+ upphitunarbardagar:

Fluguvigt: David Dvořák sigraði Jordan Espinosa eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Damon Jackson sigraði Mirsad Bektić með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 1:21 í 3. lotu.
Fluguvigt kvenna: Mayra Bueno Silvasigraði Mara Romero Borella með uppgjafartaki (armbar) eftir 2:29 í 1. lotu.
Bantamvigt kvenna: Jessica-Rose Clark sigraði Sarah Alpar með tæknilegu rothöggi (punch and knee) eftir 4:21 í 3. lotu.
Fjaðurvigt: Darrick Minner sigraði T.J. Laramie með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 52 sekúndur í 1. lotu.
Bantamvigt: Randy Costa sigraði Journey Newson með rothöggi (head kick) eftir 41 sekúndu í 1. lotu.
Bantamvigt: Andre Ewell sigraði Irwin Rivera eftir klofna dómaraákvörðun
Bantamvigt: Tyson Nam sigraði Jerome Rivera með tæknilegu rothögg eftir 34 sekúndur í 2. lotu.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular