spot_img
Thursday, December 4, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMichael Venom Page vill mæta Jiri Prochazka í léttþungavigt

Michael Venom Page vill mæta Jiri Prochazka í léttþungavigt

Michael Venom Page sigraði Shara Magomedov á UFC Fight Night í Riyadh, Saudi Arabíu í gær. Hann fór upp um 15 pund í þyngdarflokkinn fyrir ofan sig til þess að mæta Shara. Hann hefur nú lýst yfir áhuga á að fara í enn þyngri flokk, til þess að mæta Jiri Prochazka.

Michael Venom Page berst í 170 punda veltivigtinni en hann virðist hafa lítinn áhuga á sínum eigin þyngdarflokki. Hann mætti og sigraði Shara Magomedov í 185 punda millivigtinni um helgina en Shara var ósigraður komandi inn í bardagann. Það er 15 punda stökk milli velti- og millivigtar en 20 punda stökk er upp í næsta þyngdarflokk fyrir ofan, 205 punda léttþungavigtarflokkinn, þar sem Jiri Prochazka hefur verið að berjast á toppnum síðustu ár. 

Jiri Prochazka varð léttþungavigtarmeistari í sínum 3. UFC bardaga þegar hann sigraði Glover Texeira en tókst aldrei að verja beltið. Alex Pereira sigraði Jiri og varð með því meistari og sigraði hann svo aftur þegar þeir mættust á nýjan leik og var það 2. titilvörn Pereira sem hefur nú varið beltið þrisvar. Jiri Prochazka lýsti því yfir, eftir að hafa sigrað Jamahal Hill á UFC 311, að hann vilji fá 3. tækifærið sitt gegn Pereira en óvíst er hvort hann fái ósk sína uppfyllta. Jiri Prochazka hefur átt flottar frammistöður gegn öðrum titiláskorendum í þyngdarflokknum en Pereira virðist bara númeri of stór fyrir hann.

Michael Venom Page lét hafa þessi ummæli eftir sér á blaðamannafundi eftir bardagann við Shara. Hann sagðist vilja fá þessa “spennandi bardaga”. Hann sagði að bardagi milli hans og Jiri yrði eins tveir fellibylir að mætast. Hann sagði að hann hafi ekki enn náð þeim “highlights” sem hann hefur verið að vonast eftir í UFC og vonast nú eftir að fá að mæta öðrum skemmtilegum bardagamönnum.

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið