Monday, April 22, 2024
HomeBoxMike Perry kallar út Jake Paul

Mike Perry kallar út Jake Paul

“Ég meiði hann, hann fer að gráta, hleypur burt og liggur í fósturstellingu úti í horni.” Þetta og ýmislegt annað hafði Mike Perry að segja í nýlegu viðtali við TMZ Sports.

Fyrrverandi UFC bardagamaðurinn, Mike Perry, situr núna í fyrsta sæti á styrkleikalista millivigtar BKFC og mun mæta öðrum fyrrverandi UFC bardagamanni, Thiago Alves, í aðalbardaga kvöldsins á viðburði BKFC 27. apríl. Mike Perry hefur verið að gera það gott síðan hann yfirgaf UFC en hann hefur núþegar unnið stór nöfn á borð við Michael Venom Page, Eddie Alvarez og Luke Rockhold í berhnúa hnefaleikum.

Hann var spurður útí drauma bardaga og hann var ekki lengi að nefna Jake Paul og hafði misgóða hluti um hann að segja. Hann sagði að hann hefði einhverja hæfileika en hann myndi sigra hann fljótar en hann hafi sigrað alla þessa “leigubílstjóra” hingað til, sérstaklega berhnúa. Hann sagði að þó hann héldi ekki að Jake Paul myndi fallast á að mæta honum í berhnúa hnefaleikum þá myndi það ekki koma honum á óvart því Jake Paul hafi áður gert hluti sem fólk efaðist um fyrirfram.

Jake Paul mætir hnefaleika goðsögninni “Iron” Mike Tyson 20. júlí í Arlington, Texas og verður bardaganum streymt í beinni á Netflix í fyrsta bardagaíþrótta viðburði sem Netflix tekur þátt í. Mike Perry sagði að ef Jake Paul nær að meiða Mike Tyson þá vilji hann fá að mæta honum næst og hvetur Jake til þess að láta reyna á sig af alvöru gegn honum og talaði jafnvel um street fight.

Mikil umræða um Jake Paul og Mike Tyson hefur verið uppi í bardagaíþrótta samfélaginu eftir að tilkynnt var um bardagann þeirra og eru misjafnar skoðanir milli manna. Mike Tyson verður orðinn 58 ára gamall þegar bardaginn mun eiga sér stað en Jake Paul er 27 ára gamall, hraustur maður, á besta aldri.

Viðtalið við Mike Perry má finna hér:
https://www.tmz.com/watch/2024-03-20-032024-mike-perry-sub-1797507-077/

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular