spot_img
Friday, March 14, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBJJMinningar Open Mat haldið til heiðurs Arnars Inga 22. mars

Minningar Open Mat haldið til heiðurs Arnars Inga 22. mars

Hið árlega Minningar Open Mat Arnars Inga verður haldið í húsakynnum Reykjavík MMA laugardaginn 22. mars.

Arnar Ingi var virkur þátttakandi í glímusenunni á Íslandi og meðlimur í RVK MMA frá upphafi.

Hann kom meðal annars barna og unglingastarfi GFR / RVK MMA á laggirnar þar sem hann þjálfaði og gaf af sér eins og honum einum var lagið.

Arnar Ingi féll frá eftir hetjulega baráttu við krabbamein í janúar árið 2023 og hans er sárt saknað.

Til þess að heiðra minningu hans ætlum við hittast, glíma og hafa gaman!

Allir velkomnir.

Aðgangseyrir er kr 1.000 sem rennur óskertur í nýstofnaðan Minningarsjóð Arnars Inga sem nýttur verður til að styðja við keppnis- og æfingaferðir fyrir barna og unglingastarf GFR / RVK MMA.

Hvetjum alla til að mæta, taka á því og eiga fallega stund saman uppi á Viðarhöfða!

— Frétt fengin úr facebook innslagi Reykjavík MMA

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_imgspot_imgspot_imgspot_img

Mest Lesið