spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMagomed Ankalaev sigraði með rothöggi í 2.lotu 

Magomed Ankalaev sigraði með rothöggi í 2.lotu 

Mikil spenna var í loftinu þegar Magomed Ankalaev og Johnny Walker endurtóku bardagann sinn á UFC bardagakvöldi í nótt. Ankalaev var ósigraður í 11 viðureignum í röð komandi inn í bardagann, en enn vantaði herslumuninn upp á að hann fengi tækifæri til að berjast upp á titilinn. Það tækifæri var öruggt með sigri á Walker.  

Johnny Walker byrjaði bardagann ágætlega vel og var mjög óútreiknanlegur og villtur. Hann sýndi Ankalaev ekki mikla virðingu og tók mikla sénsa með snúnings árásum, capueira dansi og í raun bara öllu sem honum datt í hug á stað og stund. Ankalaev reyndi spark í skrokkinn sem hafnar í punghlífinni hans Walker. Marc Goddard, dómari, gefur Ankalaev stranga viðvörun í kjölfarið. Góð fyrsta lota fyrir Walker sem vann líklega lotuna og Ankalaev er kominn með gult spjald fyrir pungspark.

Í annarri lotu er Anklaev mun meira dominerandi en áður. Hann heldur innri hring allan tímann og Walker neyðist til að færa sig um á ytri hring. Það lá í loftinu að hreyfingarnar hans Walker væru orðnar of fyrirsjáanlegar fyrir Ankalaev og að hann myndi ná Walker á endanum. Sem hann svo gerði. Þeir enda í clinch stöðu sem verður til að Ankalaev tekst að lenda hægri krók sem hálf rotar Walker sem fellur aftur á bak upp að búrinu. Anklaev fylgir eftir með uppercut á hálf sitjandi Walker og virðist mölbrjóta á honum nefið með högginu. Dómarinn stekkur fyrir þá og dæmir Ankalaev KO sigur.  

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular