spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMuhammad Ali fallinn frá

Muhammad Ali fallinn frá

Muhammad AliEinn magnaðasti íþróttamaður sögunnar, Muhammad Ali, lést í nótt. Ali var 74 ára gamall.

Ali var lagður inn á spítala á fimmtudaginn eftir að hafa átt við öndunarörðugleika.

Ali er einn besti boxari sögunnar og margfaldur heimsmeistari. Hann sigraði Joe Frazier í „Thrilla in Manila“ árið 1974 og George Foreman í „The Rumble in the Jungle“ árið 1975 í sögufrægustu íþróttaviðburðum allra tíma.

Ali, eða Cassius Clay eins og hann var áður nefndur, var auðvitað þekktur fyrir skítkast sitt í garð andstæðinganna og kunni að skemmta fólki. Hann var einfaldlega listamaður. Hann var frumkvöðull í kynningu bardaga og hafa ótal bardagamenn reynt að feta í hans fótspor.

Utan hringsins var Ali pólitískur aðgerðarsinni og barðist gegn kynþáttarfordómum. Ali neitaði að fara í Víetnam stríðið á sínum tíma eins og frægt er og átti þessu frægu ummæli: „Man, I ain’t got no quarrel with them Viet Cong. No Vietcong ever called me nigger.“

Goðsögnin Ali greindist með Parkinson sjúkdóminn árið 1984, þremur árum eftir að hann hætti að keppa í boxi. Ali hafði gríðarleg áhirf á heiminn og var stórt menningartákn. Nánast allir bardagamenn hafa orðið fyrir áhrifum frá Muhammad Ali og hafa menn eins og Anderson Silva, Dana White og Conor McGregor lýst því yfir að Ali hafi verið ein af hetjum þeirra.

Megi hann hvíla í friði.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular