spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMynd: Stipe Miocic látinn þrífa klósettið á slökkvistöðinni

Mynd: Stipe Miocic látinn þrífa klósettið á slökkvistöðinni

Stipe Miocic fær enga sérmeðferð í starfi sínu sem slökkviliðsmaður þrátt fyrir að vera UFC meistari. Stipe snéri aftur til vinnu í vikunni og var látinn þrífa klósettin með þungavigtarbeltið.

Stipe Miocic endurheimti þungavigtarbeltið sitt fyrr í ágúst þegar hann kláraði Daniel Cormier í 4. lotu á UFC 240. Eftir bardagann tók hann sér viku frí en snéri aftur til starfa á slökkviliðsstöðina í vikunni.

Þrátt fyrir að vera besti þungavigtarmaður heims starfar Stipe Miocic ennþá sem slökkviliðsmaður. Stipe hefur margoft sagt að hann þurfi ekki að vinna sem slökkviliðsmaður en nýtur þess að hjálpa fólki og hitta strákana á stöðinni.

Það er góður andi á stöðinni en samstarfsmenn hans stríða Stipe mikið. Stipe var látinn þrífa klósettið, sturturnar og allt baðherbergið með beltið eftir að hann vann titilinn fyrst. Stipe þurfti aftur að þrífa klósettið núna með beltið eins og meðfylgjandi mynd sýnir.

Stipe tók þrjár vaktir á viku (12 eða 24 tímar vaktir) á meðan hann var að undirbúa sig fyrir bardagann gegn Daniel Cormier. Stipe vonast eftir að geta starfað sem slökkviliðsmaður í fullu starfi.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular