0

Úrslit UFC Fight Night: Andrade vs. Zhang

UFC var með bardagakvöld í Kína í morgun. Þær Jessica Andrade og Weili Zhang mættust í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá úrslit dagsins.

Það er nýr meistari í strávigt kvenna! Það tók Weili Zhang aðeins 42 sekúndur að klára Jessica Andrade á heimavelli. Zhang kláraði Andrade með tæknilegu rothöggi í 1. lotu. Andrade pressaði Zhang strax en Zhang svaraði vel fyrir sig með gagnhöggum og olnbogum. Andrade hrundi í gólfið eftir röð högga frá Zhang og stöðvaði dómarinn bardagann eftir aðeins 42 sekúndur. Frábær frammistaða hjá Zhang og er hún fyrsti kínverski meistarinn í sögu UFC. Öll úrslit dagsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í strávigt kvenna: Weili Zhang sigraði Jéssica Andrade með tæknilegu rothöggi (knees and punches) eftir 42 sekúndur í 1. lotu.
Veltivigt: Li Jingliang sigraði Elizeu Zaleski dos Santos með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 4:51 í 3. lotu.
Fluguvigt: Kai Kara-France sigraði Mark De La Rosa eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 29-28).
Veltivigt: Kenan Song sigraði Derrick Krantz eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 29-28).
Hentivigt (129 pund): Mizuki Inoue sigraði Wu Yanan eftir klofna dómaraákvörðun (28-29, 29-28, 29-28).

ESPN upphitunarbardagar:

Millivigt: Anthony HernandezsigraðiJun Yong Park með uppgjafartaki (anaconda choke) eftir 4:39 í 2. lotu.
Bantamvigt: Mudaerji Su sigraði Andre Soukhamthath eftir dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Da Un Jung sigraði Khadis Ibragimov með uppgjafartaki (standing guillotine choke) eftir 2:00 í 3. lotu.
Léttvigt: Damir Ismagulov sigraði Thiago Moisés eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Alateng Heili sigraði Danaa Batgerel eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt kvenna: Karolline Rosa Cavedo sigraði Lara Fritzen Procópio eftir klofna dómaraákvörðun.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.