spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: B.J. Penn sleginn niður í götuslagsmálum

Myndband: B.J. Penn sleginn niður í götuslagsmálum

B.J. Penn er enn einu sinni að koma sér í vandræði utan búrsins. Myndband af honum í götuslagsmálum birtist fyrr í kvöld þar sem Penn er sleginn niður.

B.J. Penn er á sögulega lélegu skriði í UFC núna. Hann hefur tapað sjö bardögum í röð og á víst að fá enn einn bardagann síðar á árinu gegn Nik Lentz þó dagsetning bardagans sé enn ókunn. Penn var á sínum tíma einn besti bardagamaður heims en nú er öldin önnur.

Penn er sífellt að koma sér í vandræði þessa dagana. TMZ birti fyrr í kvöld myndband af honum í slagsmálum fyrir utan bar. Þar er Penn löðrungaður og svo sleginn niður með vinstri króki.

Penn tókst greinilega að jafna sig en annað myndband sýnir hann ofan á árásarmanninum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Penn er í slagsmálum í skjóli nætur. Fyrr á árinu birtist myndband af honum í slagsmálum fyrir utan strípibúllu. Penn var hent út af staðnum vegna ölvunar og réðst því á dyravörð.

Penn barðist síðast í UFC í maí þar sem hann tapaði fyrir Clay Guida. Penn er sagður eiga við alvarlegan áfengis- og fíkniefnavanda og hefur einnig verið sakaður um heimilisofbeldi af fyrrum eiginkonu sinni. UFC ekki tjáð sig um atvikið.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular