Það eru fáar tilfinningar sem jafnast á við það að vinna bardaga. Jack Culshaw missti sig aðeins í fögnuðinum eftir sigur á dögunum og meiddist á báðum hnjám.
Eftir sigur Jack Culshaw í áhugamannabardaga um síðustu helgi tók hann þá ákvörðun að hoppa af búrinu. Við fallið slasaði hann sig á báðum fótum og óttast að meiðslin séu alvarleg.
Eftir röntgenmyndatöku sáust engin brotin bein en hnéskelin snérist og óttast læknar að hann hafi slitið krossband og jafnvel slitið á báðum hnjám. Læknar telja að hné hans hafi verið orðin slæm eftir lyftingar og hlaup. Höggið við fallið hafi svo gert útslagið og hnén líklega bæði illa farin.