Hinn 44 ára Jeff Monson er enn að keppa í MMA. Á jóladag barðist hann sinn 85. bardaga á ferlinum og var rotaður snemma í fyrstu lotu.
Bardaginn fór fram í Rússlandi en Jeff Monson hefur nýlega fengið rússneskan ríkisborgararétt líkt og boxarinn Roy Jones Jr.
Monson mætti Kamerúnanum Donald Njatah Nua sem rotaði Monson eins og sést í myndbandinu hér að neðan.
Jeff Monson keppti í þungavigt UFC um árabil og barðist m.a um titilinn. Þá hefur hann margoft keppt á sterkum glímumótum á borð við ADCC en Gunnar Nelson sigraði hann á ADCC mótinu 2009.
https://www.youtube.com/watch?v=7YAhAUKqmCs
Góður dómari, þetta er eitt besta stoppage sem ég hef séð. Hann greip seinna höggið áður en það lenti.