spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Jon Jones býst við að snúa fljótt aftur

Myndband: Jon Jones býst við að snúa fljótt aftur

Jon Jones lét heyra í sér í gær á Instagram. Lítið hefur heyrst í Jones eftir að hann féll á lyfjaprófi í aðdraganda UFC 200.

Þegar í ljós kom að Jon Jones hefði fallið á lyfjaprófi hélt UFC umsvifalaust blaðamannafund. Þar hélt Jones fram sakleysi sínu og gat ómögulega skilið hvernig hann hefði getað fallið á lyfjaprófi.

Síðar hefur komið í ljós að ólöglegu efnin sem fundust í lyfjaprófi Jon Jones voru svo kallaðir estrógen hindrar. Jones hafði hingað til ekki tjáð sig um efnin en segist nú hafa fengið góðar fréttir.

Í Instagram myndbandinu gat hann ekki farið nánar út í lyfjamálin en býst þó við að fara aftur í búrið mjög fljótlega. Mál Jones hefur ekki ennþá verið tekið fyrir af íþróttasambandi Nevada eða UFC en Jones ætti að fá tveggja ára bann miðað við núgildandi reglur. Nái hann að sýna fram á sakleysi sitt einhvern veginn gæti hann fengið aðeins sex mánaða bann líkt og t.d. Yoel Romero.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular