Jon Jones lét heyra í sér í gær á Instagram. Lítið hefur heyrst í Jones eftir að hann féll á lyfjaprófi í aðdraganda UFC 200.
Þegar í ljós kom að Jon Jones hefði fallið á lyfjaprófi hélt UFC umsvifalaust blaðamannafund. Þar hélt Jones fram sakleysi sínu og gat ómögulega skilið hvernig hann hefði getað fallið á lyfjaprófi.
Síðar hefur komið í ljós að ólöglegu efnin sem fundust í lyfjaprófi Jon Jones voru svo kallaðir estrógen hindrar. Jones hafði hingað til ekki tjáð sig um efnin en segist nú hafa fengið góðar fréttir.
Í Instagram myndbandinu gat hann ekki farið nánar út í lyfjamálin en býst þó við að fara aftur í búrið mjög fljótlega. Mál Jones hefur ekki ennþá verið tekið fyrir af íþróttasambandi Nevada eða UFC en Jones ætti að fá tveggja ára bann miðað við núgildandi reglur. Nái hann að sýna fram á sakleysi sitt einhvern veginn gæti hann fengið aðeins sex mánaða bann líkt og t.d. Yoel Romero.
Jon Jones just dropped this message on Instagram and says he has good news & expects to be back in the Octagon soon. pic.twitter.com/Q6U8GFBSTo
— Chamatkar Sandhu (@SandhuMMA) August 15, 2016