spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Kevin Lee fer í teygjustökk

Myndband: Kevin Lee fer í teygjustökk

Kevin Lee er gestabardagamaður á UFC bardagakvöldinu í Singapúr sem fer fram á laugardaginn. Kevin Lee var sendur í teygjustökk í Singapúr og var hann ansi skelkaður fyrir stökkið.

Léttvigtarmaðurinn Kevin Lee er hægt og rólega að verða stærra nafn í UFC. Hann barðist um bráðabirgðartitilinn í léttvigt í fyrra þar sem hann tapaði fyrir Tony Ferguson en kom svo til baka og sigraði Edson Barboza með frábærri frammistöðu í apríl.

Kevin Lee nýtur greinilega tímans í Singapúr en hann horfðist í augu við óttann og fór í teygjustökk. UFC tók það allt upp og sendi frá sér skemmtilegt myndband.

Þeir Donald Cerrone og Leon Edwards mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Singapúr á laugardaginn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular