Khabib Nurmagomedov mætir Michael Johnson á UFC 205 á laugardaginn. Nurmagomedov var í áhugaverðu viðtali við Ariel Helwani í gær þar sem lítið var um spurningar og svör en meira af deilum.
Khabib Nurmagomedov hefur lítið barist undanfarin tvö ár vegna meiðsla. Hann fékk tvö samningsboð um að berjast við Eddie Alvarez á UFC 205 og UFC 206 en á endanum var það Conor McGregor sem fékk bardagann. Nurmagomedov var notaður af UFC til að setja pressu á Alvarez að samþykkja bardaga gegn Conor, sennilega fyrir lægri upphæð en Alvarez vonaðist eftir.
Nurmagomedov var ósáttur með framkomu UFC og virðist vera ósáttur með að Ariel Helwani hafi ekki talað nógu mikið um þetta. Helwani reynir að sannfæra Nurmagomedov að hann sé einungis að sinna starfi sínu og greina frá fréttum en Nurmagomedov hlustar ekki.
Uppskeran er ansi skemmtilegt og eftirminnilegt viðtal. Saman þræta þeir Nurmagomedov og Helwani og skoða meira að segja gömul SMS til að sanna sitt mál.