spot_img
Friday, December 20, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Mackenzie Dern með magnaða hengingu í sínum 2. MMA bardaga

Myndband: Mackenzie Dern með magnaða hengingu í sínum 2. MMA bardaga

mackenzie dernEin besta glímukona heims, MacKenzie Dern, hefur nú snúið sér að MMA. Annar bardagi hennar fór fram í gær og vann hún með glæsilegu uppgjafartaki.

Frumraun Mackenzie Dern í MMA fór fram í júlí en þá vann hún eftir dómaraákvörðun. Báðir bardagar hennar hafa farið fram í Legacy Fighting Championship í Bandaríkjunum.

Í gær mætti hún Montana Stewart sem er sjálf með mikla reynslu úr ólympískri glímu. Dern náði reyndar ekki tilsettri þyngd en bardaginn átti að fara fram í 115 punda strávigt. Dern kláraði Stewart með þessu glæsilega uppgjafartaki í 2. lotu.

Afar vel gert hjá Dern en það er ekki oft sem við fáum að sjá þessa hengingu í MMA. Masakazu Iminari var þekktur fyrir þessa hengingu og oftast er þetta kallað bara „Iminari choke“ í höfuðið á honum.

Það er óhætt að mæla með því að fara ekki í gólfið með Dern í MMA. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún klárar með svona tilþrifum en hér má sjá hana klára svartbeltinginn Michelle Nicolini með svipaðri hengingu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular