Ein besta glímukona heims, MacKenzie Dern, hefur nú snúið sér að MMA. Annar bardagi hennar fór fram í gær og vann hún með glæsilegu uppgjafartaki.
Frumraun Mackenzie Dern í MMA fór fram í júlí en þá vann hún eftir dómaraákvörðun. Báðir bardagar hennar hafa farið fram í Legacy Fighting Championship í Bandaríkjunum.
Í gær mætti hún Montana Stewart sem er sjálf með mikla reynslu úr ólympískri glímu. Dern náði reyndar ekki tilsettri þyngd en bardaginn átti að fara fram í 115 punda strávigt. Dern kláraði Stewart með þessu glæsilega uppgjafartaki í 2. lotu.
Mackenzie Dern vs Montana Stewart #Legacy61 @TheMMALAB @MackenzieDern OH MY GAWD! Omoplata RNC pic.twitter.com/gM31KLOsHc
— Zombie Prophet (@ZPGIFs) October 15, 2016
Afar vel gert hjá Dern en það er ekki oft sem við fáum að sjá þessa hengingu í MMA. Masakazu Iminari var þekktur fyrir þessa hengingu og oftast er þetta kallað bara „Iminari choke“ í höfuðið á honum.
Það er óhætt að mæla með því að fara ekki í gólfið með Dern í MMA. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún klárar með svona tilþrifum en hér má sjá hana klára svartbeltinginn Michelle Nicolini með svipaðri hengingu.