Michael Bisping barðist við Anderson Silva í gær í London. Bardaginn var mjög skemmtilegur og mátti sjá umdeild atvik.
Michael Bisping grét í búrinu eftir sigurinn á Silva og var þetta tilfinningaþrungin stund fyrir hann. Í viðtali við Ariel Helwani talar Bisping um sigurinn og af hverju hann bað ekki um titilbardaga.
Þá talar Bisping einnig um umdeildu þriðju lotuna þegar hann missti góminn úr sér og reyndi að benda dómaranum Herb Dean á það en fékk þess í stað hnéspark í andlitið.
Bisping fór með sigur af hólmi en eins og sjá má á andliti hans var hann talsvert laskaður eftir bardagann.