Norman Parke og Reza Madadi mætast á UFC Dublin bardagakvöldinu á morgun. Í vigtuninni áðan mætti Parke með bleika tösku en Madadi sat nýlega í fangelsi fyrir þjófnað á töskubúð.
Bardaginn fer fram í léttvigt og er næstsíðasti bardagi morgundagsins. Þetta verður fyrsti bardagi Madadi síðan í apríl 2013 en Madadi sat í fangelsi í 18 mánuði fyrir innbrot í verslun. Verslunin seldi dýr veski og töskur en andvirði þýfisins voru um 150.000 dollarar eða tæpar 20 milljónir íslenskra króna.
Reza ‘Mad Dog’ Madadi var augljóslega pirraður þegar hann sá Parke með bleiku töskuna í vigtuninni áðan.