spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Raquel Pennington vildi hætta en hornið vildi ekki leyfa henni það

Myndband: Raquel Pennington vildi hætta en hornið vildi ekki leyfa henni það

UFC 224 fór fram í nótt þar sem þær Amanda Nunes og Raquel Pennington mættust í aðalbardaga kvöldsins. Pennington vildi hætta fyrir síðustu lotuna en hornið vildi ekki leyfa henni að hætta.

Barist var upp á bantamvigtartitil kvenna og varði Nunes beltið í þriðja sinn en Nunes kláraði Pennington í 5. lotu með tæknilegu rothöggi. Í 4. lotu náði Nunes nokkrum góðum hnéspörkum í nef Pennington og blæddi vel úr nefinu þegar 4. lota kláraðist.

Áður en fimmta lota hófst sagði Pennington við hornið sitt að hún vildi hætta. „Ég er hætt. Mig langar að hætta,“ sagðu Pennington en hornið hennar sagði nei. Þeir hvöttu hana áfram og sagði að hún gæti jafnað sig seinna.

„Nei nei nei nei. Komdu þér í gegnum þetta. Hafðu trú á þessu. Breyttu um hugarfar, breyttu um hugarfar. Settu allt í þetta, við getum jafnað okkur seinna. Settu allt í þetta,“ sagði hornið við hana áður en 5. lota hófst.

Á þessum tímapunkti var nef Pennington sennilega mölbrotið og fossblæddi úr nefinu. Nunes tók hana niður í 5. lotu og kláraði hana með höggum í gólfinu. Hornið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa ekki hlustað á Pennington eða í það minnsta kastað inn handklæðinu þegar hún var tekin niður. Amanda Nunes sagði á blaðamannafundinum eftir bardagann að Pennington þurfi að umlykja sig betra fólki sem vill aðeins það besta fyrir hana.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular