Ronda Rousey er kominn á fullt í WWE fjölbragðaglímuna. Frumraun hennar hjá WWE fór fram í gær en Ronda skrifaði nýlega undir samning við WWE.
Ronda Rousey var skærasta stjarnan í MMA um tíma. Eftir tvö töp í röð hefur hún að öllum líkindum lokið ferli sínum í MMA og er hún nú formlega farin í fjölbragðaglímuna.
Sjálf vill hún ekki meina að hún sé hætt í MMA. Hún er einnig á þeirri skoðun að hún hafi aldrei formlega hætt í júdó þó hún hafi ekki keppt þar í tæp tíu ár.
WWE var með stóran viðburð í gærkvöldi og þar mætti Ronda á svæðið. Henni var gífurlega vel tekið og mætti hún í hringinn með þremur stærstu nöfnunum í fjölbragðaglímu kvenna.
Hún gæti hugsanlega tekið aftur MMA bardaga meðfram ferlinum í WWE líkt og Brock Lesnar gerði en það verður að teljast ólíklegt á þessari stundu.
Everyone’s eyes are on #WrestleMania 34…
…including @RondaRousey‘s!!! #RoyalRumble pic.twitter.com/ynkps4gqx5
— WWE (@WWE) January 29, 2018