spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Ronda Rousey komin í fjölbragðaglímuna

Myndband: Ronda Rousey komin í fjölbragðaglímuna

Ronda Rousey er kominn á fullt í WWE fjölbragðaglímuna. Frumraun hennar hjá WWE fór fram í gær en Ronda skrifaði nýlega undir samning við WWE.

Ronda Rousey var skærasta stjarnan í MMA um tíma. Eftir tvö töp í röð hefur hún að öllum líkindum lokið ferli sínum í MMA og er hún nú formlega farin í fjölbragðaglímuna.

Sjálf vill hún ekki meina að hún sé hætt í MMA. Hún er einnig á þeirri skoðun að hún hafi aldrei formlega hætt í júdó þó hún hafi ekki keppt þar í tæp tíu ár.

WWE var með stóran viðburð í gærkvöldi og þar mætti Ronda á svæðið. Henni var gífurlega vel tekið og mætti hún í hringinn með þremur stærstu nöfnunum í fjölbragðaglímu kvenna.

Hún gæti hugsanlega tekið aftur MMA bardaga meðfram ferlinum í WWE líkt og Brock Lesnar gerði en það verður að teljast ólíklegt á þessari stundu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular