spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Rousimar Palhares rotaður í Póllandi í gær

Myndband: Rousimar Palhares rotaður í Póllandi í gær

rousimar-palharesEinn óvinsælasti bardagamaðurinn í MMA í dag, Rousimar Palhares, var rotaður í Póllandi í gær. Bardaginn var aðalbardaginn á KSW 36 í Póllandi.

Rousimar Palhares er sem stendur í tveggja ára keppnisbanni frá íþróttasambandi Nevada fylkis (NAC). Það er þó ekkert sem bannar Palhares að keppa í Evrópu og er þetta annar bardaginn hans á þessu ári í Evrópu.

Hinn vafasami Palhares fékk bannið í október í fyrra eftir að hafa enn einu sinni haldið uppgjafartaki of lengi. Í bardaga sínum gegn Jake Shields hélt hann „kimura“ takinu þrátt fyrir að Jake Shields hefði tappað út og þrátt fyrir tilraunir dómarans til að stöðva bardagann.

Palhares mætti Michal Materla í gær og var rotaður í 2. lotu eftir þetta upphögg.

Þetta er annað tap Palhares í röð eftir rothögg en í sumar tókst Emil Weber Meek að rota Palhares í 1. lotu. Norðmaðurinn Emil fékk í kjölfarið samning við UFC og spurning hvort hinn 32 ára Materla fái einnig samningsboð eftir þennan sigur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular