Einn óvinsælasti bardagamaðurinn í MMA í dag, Rousimar Palhares, var rotaður í Póllandi í gær. Bardaginn var aðalbardaginn á KSW 36 í Póllandi.
Rousimar Palhares er sem stendur í tveggja ára keppnisbanni frá íþróttasambandi Nevada fylkis (NAC). Það er þó ekkert sem bannar Palhares að keppa í Evrópu og er þetta annar bardaginn hans á þessu ári í Evrópu.
Hinn vafasami Palhares fékk bannið í október í fyrra eftir að hafa enn einu sinni haldið uppgjafartaki of lengi. Í bardaga sínum gegn Jake Shields hélt hann „kimura“ takinu þrátt fyrir að Jake Shields hefði tappað út og þrátt fyrir tilraunir dómarans til að stöðva bardagann.
Palhares mætti Michal Materla í gær og var rotaður í 2. lotu eftir þetta upphögg.
Huge uppercut and it’s over! #KSW36 pic.twitter.com/Cw7Xcn3zFq
— KSW (@KSW_MMA) October 1, 2016
Michał Materla KO’s Rousimar Palhares at KSW 36. Uppercut from hell. Damn damn damn. pic.twitter.com/Y69FeSde2Z
— caposa (@GrabakaHitman) October 1, 2016
Þetta er annað tap Palhares í röð eftir rothögg en í sumar tókst Emil Weber Meek að rota Palhares í 1. lotu. Norðmaðurinn Emil fékk í kjölfarið samning við UFC og spurning hvort hinn 32 ára Materla fái einnig samningsboð eftir þennan sigur.