Ryan Hall mætti B.J. Penn á UFC 232 í nótt. Um sannkallaðan glímuslag var að ræða og náði Hall glæsilegum sigri.
Ryan Hall hafði ekki barist í tvö ár áður en hann mætti B.J. Penn í gær. Hall hefur verið í erfiðleikum með að fá andstæðinga en snéri loksins aftur í búrið í nótt. Bardaginn var hluti af upphitunarbardögum kvöldsins en báðir eru frábærir glímumenn.
Eftir rúmar tvær mínútur af fyrstu lotu rúllaði Ryan Hall í fótalás með svo kallaðri imanari rúllu. Hall var fljótur að læsa hælkróknum (e. heelhook) og neyddist Penn til að tappa út. Virkilega vel gert hjá Hall en þetta var í fyrsta sinn á ferlinum sem Penn tapar með uppgjafartaki. Hinn fertugi Penn hefur nú tapað sex bardögum í röð.
??Ryan Hall??
What a submission by Ryan Hall over the legendary BJ Penn! Holy smokes!
-?-#UFC232 pic.twitter.com/klszvZ0aaR
— UFC on ESPN™ (@TheUFConESPN) December 30, 2018