spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Ryan Hall með eitt besta uppgjafartak ársins

Myndband: Ryan Hall með eitt besta uppgjafartak ársins

Ryan Hall mætti B.J. Penn á UFC 232 í nótt. Um sannkallaðan glímuslag var að ræða og náði Hall glæsilegum sigri.

Ryan Hall hafði ekki barist í tvö ár áður en hann mætti B.J. Penn í gær. Hall hefur verið í erfiðleikum með að fá andstæðinga en snéri loksins aftur í búrið í nótt. Bardaginn var hluti af upphitunarbardögum kvöldsins en báðir eru frábærir glímumenn.

Eftir rúmar tvær mínútur af fyrstu lotu rúllaði Ryan Hall í fótalás með svo kallaðri imanari rúllu. Hall var fljótur að læsa hælkróknum (e. heelhook) og neyddist Penn til að tappa út. Virkilega vel gert hjá Hall en þetta var í fyrsta sinn á ferlinum sem Penn tapar með uppgjafartaki. Hinn fertugi Penn hefur nú tapað sex bardögum í röð.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular