spot_img
Friday, December 27, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Tók heljarstökk af rotuðum andstæðingi og var dæmdur úr leik

Myndband: Tók heljarstökk af rotuðum andstæðingi og var dæmdur úr leik

Fyrsti atvinnubardagi Drew Chatman fór ekki eins og vonir stóðu til. Andstæðingurinn rotaðist í 1. lotu og ákvað Chatman að fagna með því að taka heljarstökk af baki andstæðingsins með þeim afleiðingum að hann var dæmdur úr leik.

Drew Chatman mætti Irvins Ayala í þungavigt á LFA 36 bardagakvöldinu á föstudaginn. Þegar Ayala tók Chatman niður lenti hann með höfuðið í hné Chatman og rotaðist. Chatman áttaði sig á hvað hafði gerst og byrjaði að fagna. Á meðan Ayala lá meðvitundarlaus á maganum steig Chatman á bak hans og tók heljarstökk og lenti á Ayala.

Chatman var umsvifalaust dæmdur úr leik fyrir óíþróttamanslega hegðun og fyrir að hafa veist að andstæðingnum eftir að bardaganum var lokið.

Chatman var þó fullur eftirsjár eftir atvikið og í samtali við MMA Fighting dauðsá hann eftir hegðun sinni. Chatman fékk 90 daga bann frá íþróttasambandi Kaliforníu ríkis og fær ekki þá 500 dollara fyrir sigurinn fyrr en banninu lýkur. Chatman kveðst hafa misst sig í augnablikinu og hefur beðið andstæðing sinn og lið hans innilegrar afsökunar. Hann meðtekur refsingu sína og segist ekki vilja sjá þessa 500 dollara sem hann á að fá þegar banninu lýkur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular