Bardagi Raymond Daniels og Peter Stanonik endaði með óvenjulegum hætti á Bellator 245 í nótt. Eftir tvö föst spörk í klofið var Stanonik ófær um að halda áfram og var bardaginn dæmdur ógildur.
Bardaginn fór fram í veltivigt en Raymond Daniels hefur átt magnaðan feril í sparkboxi en hefur á undanförnu ári barist í MMA í Bellator. Hann er þekktur fyrir hættuleg snúningsspörk sem er hans besta vopn.
Peter Stanonik fékk heldur betur að kenna á því í gær. Í 2. lotu fékk hann mjög þungt snúningsspark í klofið. Sparkið átti að fara í skrokkinn en Daniels fór því miður í klofið. Sparkið var mjög fast og mátti heyra Stanonik kveina í tómum salnum.
Aðeins 12 sekúndum síðar hitti Daniel aftur í klofið með þungu snúningssparki. Stoninik var eðlilega sárþjáður og gat ekki haldið áfram.
This is hands down the worst kick to the nuts I've ever seen 😳pic.twitter.com/0Jmx7PcKyO
— Chamatkar Sandhu (@SandhuMMA) September 12, 2020
Bardaginn var dæmdur ógildur en Daniels baðst afsökunar á spörkunum og sagði þetta alls ekki hafa verið viljandi gert.