spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Tvö þung spörk í klofið

Myndband: Tvö þung spörk í klofið

Bardagi Raymond Daniels og Peter Stanonik endaði með óvenjulegum hætti á Bellator 245 í nótt. Eftir tvö föst spörk í klofið var Stanonik ófær um að halda áfram og var bardaginn dæmdur ógildur.

Bardaginn fór fram í veltivigt en Raymond Daniels hefur átt magnaðan feril í sparkboxi en hefur á undanförnu ári barist í MMA í Bellator. Hann er þekktur fyrir hættuleg snúningsspörk sem er hans besta vopn.

Peter Stanonik fékk heldur betur að kenna á því í gær. Í 2. lotu fékk hann mjög þungt snúningsspark í klofið. Sparkið átti að fara í skrokkinn en Daniels fór því miður í klofið. Sparkið var mjög fast og mátti heyra Stanonik kveina í tómum salnum.

Aðeins 12 sekúndum síðar hitti Daniel aftur í klofið með þungu snúningssparki. Stoninik var eðlilega sárþjáður og gat ekki haldið áfram.

Bardaginn var dæmdur ógildur en Daniels baðst afsökunar á spörkunum og sagði þetta alls ekki hafa verið viljandi gert.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular