Þó ennþá séu 50 dagar eftir af árinu erum við sennilega búin að sjá rothögg ársins 2018. Yair Rodrigez rotaði þá Chan Sung Jung með ótrúlegum olnboga þegar ein sekúnda var eftir af bardaganum.
Þeir Yair Rodrigez og Chan Sung Jung mættust í fimm lotu aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Denver í nótt.
Jung var að vinna bardagann á stigum þegar Rodriguez náði þessum ótrúlega olnboga sem smellhitti. Jung féll kylliflatur fram og var rotöggið formlega skráð eftir 4:59 í 5. lotu. Aðeins ein sekúnda eftir af 25 mínútna bardaganum. Ótrúlegt!
THE SURPRISE K.O. AT THE BUZZER ??? pic.twitter.com/YQWeRckTwP
— SportsCenter (@SportsCenter) November 11, 2018
Bardaginn sjálfur var mjög skemmtilegur og gæti endað á listum yfir bestu bardaga ársins. Jung var búinn að vinna þrjár lotur hjá tveimur dómurum og ef hann hefði ekki rotast í 5. lotu hefði hann unnið eftir dómaraákvörðun.
Chan Sung June was up 39-37, 39-37 and 38-38 headed into the final round.
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) November 11, 2018