spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndbönd sem stytta biðina eftir UFC 254

Myndbönd sem stytta biðina eftir UFC 254

UFC 254 fer fram í kvöld þar sem Khabib Nurmagomedov og Justin Gaethje mætast í aðalbardaga kvöldsins. Hér má sjá nokkur áhugaverð myndskeið til að stytta biðina að bardaganum.

Khabib er ríkjandi meistari í léttvigt og Justin Gaethje bráðabirgðarmeistari en aðeins annar þeirra fer heim með léttvigtarbeltið í farteskinu. Við hjá MMA Fréttum vitum að eftirvæntingin er svo mikil að það er eins og tíminn standi í það. Þess vegna tókum við saman skemmtileg og áhugaverð myndskeið til að hita upp fyrir bardagana og stytta ykkur stundir.

Við minnum síðan á að fyrsti bardaginn hefst kl. 15:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 18:00.

Starblínan eftir vigtunina

Það er ekki annað hægt en að byrja á að skoða viðbrögðin hjá bardagamönnunum sem eru að fara mætast þegar þeir fá að standa andspænis hvorum öðrum í síðasta sinn fyrir bardagann. Ekki var þó mikið um dramatík eftir þessa vigtun.

UFC Countdown

Skylduáhorf fyrir öll stóru bardagakvöldin þar sem farið er djúpt ofan í allt sem á undan er gengið og öllum helstu sögulínum gerð góð skil. Þessir þættir hafa sérstakt lag á að gera út af við mann af eftirvæntingu.

https://www.youtube.com/watch?v=vqBGL6InxHQ

Embedded serían

Embedded er alltaf tónn í tilveruna meðan beðið er. Hérna fá aðdáendur ítarlega innsýn inn í líf bardagamanna síðustu dagana áður en þeir stíga inn í búrið.

UFC: Inside the Octagon

Dan Hardy og John Gooden með prýðisgóða leikgreiningu á styrkleikum og veikleikum bardagamanna. Hérna fara þeir yfir hin ýmsu atriði og stöður sem gætu komið upp í bardögunum og skeggræða svo hvað hverjir þurfa að gera til þess að sigra.

UFC Open Mat With Dan Hardy

Hérna er Dan Hardy aftur á ferðinni en núna er hann með Adam Catterall og Nick Peet með sér í liði. Hérna hita þeir félagar upp fyrir aðalhluta bardagakvöldsins ásamt því að rýna vel í aðalbardaga kvöldsins milli Khabib og Justin.

MixedMollyWhoppery: Justin Gathje – Appetite for Destruction

Þessi Youtube-rás er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Í heimi þar sem allir keppast um að dæla út sem mestu efni á sem mestum hraða tekur MixedMollyWhoppery sér góðan tíma í útfærslur sinna myndbanda þar sem hann segir sögur bardagamanna á hrífandi og skemmtilegan hátt.

MixedMollyWhoppery: Dagestan – Foundry of Champions

Það sama á við hér um MixedMollyWhoppery. Ef þú hefur ekki enn skoðað þessa Youtube-rás þá þarftu að gera það ekki seinna en núna.

Morning Kombat

Hérna spjalla Luke Thomas og Brian Campell saman um bardagann milli Khabib og Justin á skemmtilegan hátt. Þessir tveir eru mikil spekúlantar með góða þekkingu á MMA senunni og ræða gjarnan mögulegar atburðarásir að bardögunum loknum. Fínt að hlusta í bílnum eða meðan þú eldar kvöldmatinn.

The Weasle

Hérna fer The Weasle yfir aðalhluta bardagakvöldsins og gefur stutta greiningu á hverjum bardaga fyrir sig og deilir svo spá sinni með áhorfendum. Þægileg hlustun á skiljanlegu máli.

Gamlir bardagar

Síðasti bardagi Khabib þegar hann mætti Dustin Poirier fyrir rúmu ári síðan.

https://www.youtube.com/watch?v=F9HqXzhGX5U&t=827s

Stærsti MMA bardagi allra tíma þegar Khabib mætti Conor McGregor.

https://www.youtube.com/watch?v=IBN_imD7y3I

Justin Gaethje átti sína bestu frammistöðu á ferlinum þegar hann kláraði Tony Ferguson í maí.

https://www.youtube.com/watch?v=eT7In0pjz_4

Það má ekki gleyma því að það er hörku bardagi í næstsíðasta bardaga kvöldsins þegar þeir Robert Whittaker og Jared Cannonier mætast. Hér er síðasti bardagi hjá Cannonier.

https://www.youtube.com/watch?v=KtDCkdDUwQc

Hér er bardagi Whittaker gegn Derek Brunson síðan 2016.

https://www.youtube.com/watch?v=AqekNTxAL4c&t=1s

Leiðin að titlinum hjá Khabib

Leiðin að titlinum hjá Justin Gaethje

spot_img
spot_img
Sjonni
Sjonnihttps://www.mmafrettir.is
-Bardagaáhugamaður -Fjólublátt belti í BJJ -Stjórnamaður í Mjölni -Tölvunarfræðingur
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular