Monday, May 27, 2024
HomeErlentMyndbönd sem stytta biðina eftir UFC 254

Myndbönd sem stytta biðina eftir UFC 254

UFC 254 fer fram í kvöld þar sem Khabib Nurmagomedov og Justin Gaethje mætast í aðalbardaga kvöldsins. Hér má sjá nokkur áhugaverð myndskeið til að stytta biðina að bardaganum.

Khabib er ríkjandi meistari í léttvigt og Justin Gaethje bráðabirgðarmeistari en aðeins annar þeirra fer heim með léttvigtarbeltið í farteskinu. Við hjá MMA Fréttum vitum að eftirvæntingin er svo mikil að það er eins og tíminn standi í það. Þess vegna tókum við saman skemmtileg og áhugaverð myndskeið til að hita upp fyrir bardagana og stytta ykkur stundir.

Við minnum síðan á að fyrsti bardaginn hefst kl. 15:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 18:00.

Starblínan eftir vigtunina

Það er ekki annað hægt en að byrja á að skoða viðbrögðin hjá bardagamönnunum sem eru að fara mætast þegar þeir fá að standa andspænis hvorum öðrum í síðasta sinn fyrir bardagann. Ekki var þó mikið um dramatík eftir þessa vigtun.

UFC Countdown

Skylduáhorf fyrir öll stóru bardagakvöldin þar sem farið er djúpt ofan í allt sem á undan er gengið og öllum helstu sögulínum gerð góð skil. Þessir þættir hafa sérstakt lag á að gera út af við mann af eftirvæntingu.

Embedded serían

Embedded er alltaf tónn í tilveruna meðan beðið er. Hérna fá aðdáendur ítarlega innsýn inn í líf bardagamanna síðustu dagana áður en þeir stíga inn í búrið.

UFC: Inside the Octagon

Dan Hardy og John Gooden með prýðisgóða leikgreiningu á styrkleikum og veikleikum bardagamanna. Hérna fara þeir yfir hin ýmsu atriði og stöður sem gætu komið upp í bardögunum og skeggræða svo hvað hverjir þurfa að gera til þess að sigra.

UFC Open Mat With Dan Hardy

Hérna er Dan Hardy aftur á ferðinni en núna er hann með Adam Catterall og Nick Peet með sér í liði. Hérna hita þeir félagar upp fyrir aðalhluta bardagakvöldsins ásamt því að rýna vel í aðalbardaga kvöldsins milli Khabib og Justin.

MixedMollyWhoppery: Justin Gathje – Appetite for Destruction

Þessi Youtube-rás er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Í heimi þar sem allir keppast um að dæla út sem mestu efni á sem mestum hraða tekur MixedMollyWhoppery sér góðan tíma í útfærslur sinna myndbanda þar sem hann segir sögur bardagamanna á hrífandi og skemmtilegan hátt.

MixedMollyWhoppery: Dagestan – Foundry of Champions

Það sama á við hér um MixedMollyWhoppery. Ef þú hefur ekki enn skoðað þessa Youtube-rás þá þarftu að gera það ekki seinna en núna.

Morning Kombat

Hérna spjalla Luke Thomas og Brian Campell saman um bardagann milli Khabib og Justin á skemmtilegan hátt. Þessir tveir eru mikil spekúlantar með góða þekkingu á MMA senunni og ræða gjarnan mögulegar atburðarásir að bardögunum loknum. Fínt að hlusta í bílnum eða meðan þú eldar kvöldmatinn.

The Weasle

Hérna fer The Weasle yfir aðalhluta bardagakvöldsins og gefur stutta greiningu á hverjum bardaga fyrir sig og deilir svo spá sinni með áhorfendum. Þægileg hlustun á skiljanlegu máli.

Gamlir bardagar

Síðasti bardagi Khabib þegar hann mætti Dustin Poirier fyrir rúmu ári síðan.

Stærsti MMA bardagi allra tíma þegar Khabib mætti Conor McGregor.

Justin Gaethje átti sína bestu frammistöðu á ferlinum þegar hann kláraði Tony Ferguson í maí.

Það má ekki gleyma því að það er hörku bardagi í næstsíðasta bardaga kvöldsins þegar þeir Robert Whittaker og Jared Cannonier mætast. Hér er síðasti bardagi hjá Cannonier.

Hér er bardagi Whittaker gegn Derek Brunson síðan 2016.

Leiðin að titlinum hjá Khabib

Leiðin að titlinum hjá Justin Gaethje

Sjonni
Sjonnihttps://www.mmafrettir.is
-Bardagaáhugamaður -Fjólublátt belti í BJJ -Stjórnamaður í Mjölni -Tölvunarfræðingur
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular