spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNate Diaz og Jorge Masvidal mætast á UFC 244

Nate Diaz og Jorge Masvidal mætast á UFC 244

Dana White segir að Nate Diaz og Jorge Masvidal munu mætast á UFC 244 í nóvember. Bardaginn verður aðalbardaginn á bardagakvöldinu í Madison Square Garden.

Dana White greindi frá þessu í viðtali við ESPN fyrr í dag en síðan þá hafa fleiri miðlar staðfest bardagann. Enginn alvöru titill verður í boði þrátt fyrir að þetta verði aðalbardaginn á númeruðu bardagakvöldi.

Nate Diaz sigraði Anthony Pettis í ágúst og sagðist vilja berjast við Jorge Masvidal um „The baddest motherfucker in the game“ beltið. Nú segist Dana White ætla að búa til sérstakt BMF belti fyrir þá sem verður í húfi í bardaganum.

Vonir stóðu til að Colby Covington og Kamaru Usman myndu berjast á kvöldinu en svo virðist sem samningaviðræður hafi siglt í strand.

Bardaginn fer fram í veltivigt á UFC 244 þann 2. nóvember í Madison Square Garden.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular