spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNeil Magny gefur 15.000 dollara af launum sínum til góðgerðarmáls

Neil Magny gefur 15.000 dollara af launum sínum til góðgerðarmáls

Neil Magny hefur lofað því að gefa 15.000 dollara af launum sínum fyrir sinn næsta bardaga til ungrar stelpu sem berst við sjaldgæfan sjúkdóm. Magny er kominn með nýjan andstæðing í stað Gunnars og berst á Liverpool kvöldinu eins og til stóð.

Neil Magny átti að mæta Gunnari Nelson á UFC bardagakvöldinu í Liverpool þann 27. maí. Eins og áður hefur komið fram er Gunnar meiddur og getur því ekki barist á kvöldinu. Fyrr í vikunni fékk Magny nýjan andstæðing í stað Gunnars og mun því berjast í Liverpool eins og til stóð.

Magny var búinn að lofa því að ef hann fengi nýjan andstæðing myndi hann gefa hluta af tekjum sínum fyrir bardagann til góðs málefnis. Hin eins árs gamla Presley O’Doherty berst við sjaldgæfan taugasjúkdóm og mun Magny gefa 15.000 dollara til hennar og fjölskyldu hennar.

Magny mætir UFC nýliðanum Craig White í næstsíðasta bardaga kvöldsins í Liverpool.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular