spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNeil Magny tekinn af Topp 15 styrkleikalistanum í fyrsta skipti síðan 2015,...

Neil Magny tekinn af Topp 15 styrkleikalistanum í fyrsta skipti síðan 2015, Prates kemur inn #13

Neil “The Haitian Sensation” Magny var rotaður í 1. lotu um síðustu helgi gegn Carlos Prates og hefur verið fjarlægður af Topp 15 veltivigtar styrkleikalista UFC. Prates, sem virðist ætla vera mikið vandamál í þyngdarflokknum, kemur inn á listann í fyrsta skipti númer 13.

Nafn Magnys hefur verið á þessum lista síðan 2015 en eftir að hafa tapað tveimur bardögum í röð er það horfið þaðan. Magny hefur ekki tapað tveimur bardögum í röð síðan 2013 en eftir tvö töp í röð gegn Michael Morales og Carlos Prates, sem báðir kláruðu hann í 1. lotu, hefur nafn hans verið fjarlægt.

Neil Magny hefur barist 34 sinnum í UFC og á flesta veltivigtarsigra í sögu UFC, 22 talsins.
Magny hefur aldrei skorast undan bardaga og hefur mætt mörgum nýjum og spennandi bardagamönnum sem ekki allir myndu taka áhættuna á að mæta. Hann á sigra yfir nöfn á borð við Robbie Lawler, Geoff Neal, Mike Malott og Carlos Condit en hefur einnig mætt sumum af heitustu framtíðarstjörnum UFC og ávallt reynst sem góður prófsteinn fyrir slíka. Auk Morales og Prates, hefur hann mætt mönnum á borð við Shavkat Rakhmonov, Ian Garry, Gilbert Burns, Rafael Dos Anjos og Damian Maia.

Neil Magny var skráður í bardaga gegn Gunnari Nelson árið 2018 en Gunnar meiddist í undirbúningi bardagans.

Það verður áhugavert að sjá hvað Magny tekur sér fyrir hendur næst. Hann er orðinn 37 ára gamall en getur ennþá staðið í góðum mönnum eins og hann sýndi þegar hann sigraði Mike Malott í janúar.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular