Daninn Nicolas Dalby hefur samið aftur við UFC. Dalby fær tækifæri á heimavelli í Kaupmannahöfn í september og var hæstánægður þegar hann fékk tíðindin.
Nicolas Dalby var í UFC árin 2015 og 2016 en var látinn fara eftir tvö töp í röð. Síðan þá hefur hann unnið þrjá bardaga í Cage Warriors og átti síðan magnaðan bardaga við Ross Houston fyrir mánuði síðan sem var dæmdur ógildur þar sem dúkurinn var of sleipur eftir blóðbað beggja bardagamanna.
Dalby hefur gert nóg til að sannfæra UFC um að gefa honum annað tækifæri. Dalby var hæstánægður þegar hann fékk tíðindin á dögunum frá Graham Boylan, forseta Cage Warriors bardagasamtakanna.
FOUR WEEKS AGO i started to visualise his happiness and what the phone call would mean to him when I could deliver the news he so wanted. Two weeks ago I recorded this video. FIVE YEARS pushing his corner because I believe in him. WELCOME BACK TO THE UFC @dalbymma ? pic.twitter.com/iGaxdSkin8
— Graham Boylan ?? ☘️ (@GrahamBoylan) July 27, 2019
Dalby mun berjast á bardagakvöldinu í Kaupmannahöfn þann 28. september en Gunnar Nelson mætir Thiago Alves sama kvöld.