spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNicolas Dalby fær annað tækifæri í UFC

Nicolas Dalby fær annað tækifæri í UFC

Daninn Nicolas Dalby hefur samið aftur við UFC. Dalby fær tækifæri á heimavelli í Kaupmannahöfn í september og var hæstánægður þegar hann fékk tíðindin.

Nicolas Dalby var í UFC árin 2015 og 2016 en var látinn fara eftir tvö töp í röð. Síðan þá hefur hann unnið þrjá bardaga í Cage Warriors og átti síðan magnaðan bardaga við Ross Houston fyrir mánuði síðan sem var dæmdur ógildur þar sem dúkurinn var of sleipur eftir blóðbað beggja bardagamanna.

Dalby hefur gert nóg til að sannfæra UFC um að gefa honum annað tækifæri. Dalby var hæstánægður þegar hann fékk tíðindin á dögunum frá Graham Boylan, forseta Cage Warriors bardagasamtakanna.

Dalby mun berjast á bardagakvöldinu í Kaupmannahöfn þann 28. september en Gunnar Nelson mætir Thiago Alves sama kvöld.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular