spot_img
Thursday, November 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxNóel Freyr Ragnarsson sótti mikla reynslu á  Boxam 2024 (Myndband)

Nóel Freyr Ragnarsson sótti mikla reynslu á  Boxam 2024 (Myndband)

Nóel átti bardaga gegn Hugo Yahir Barron frá Mexíkó en mótherji Nóels er reynslumikill og á að baki hátt í hundrað bardaga og þrjá landstitla í Mexíkó að sögn Davíðs Rúnars þjálfara Nóels.

Nóel byrjaði bardagann ágætlega og var með flottar hreyfingar og átti Hugo í erfiðleikum með að finna Nóel í byrjun lotunnar og var Hugo að slá víð vindhögg á köflum í lotunni en það vantaði að Nóel myndi refsa honum meira fyrir þessi vindhögg. Hugo óx inn í lotuna og lenti vel í lok lotunnar og vann hana sannfærandi.

Önnur lota var erfið fyrir Nóel, mótherjinn tók meðbyrinn úr lok fyrstu lotu með sér og kom inn mörgum sterkum fléttum þar sem flæðið milli högga var virkilega flott. Erfið lota fyrir Nóel sem náði þó að koma aðeins til baka í lok lotunnar og var talið yfir Hugo þegar um mínúta var eftir af annarri lotu, sterkt hjá Nóel að koma til baka eftir virkilega erfiða byrjun á lotunni.

Það var greinilegt að Nóel hlóð sjálfstrausti í lok annarrar lotu því hann kom inn í þriðju eins og andsetinn maður, pressaði virkilega vel og sló álíka mörg högg á fyrstu mínútu þriðju lotu eins og samtals í fyrstu og annarri. Þriðja lotan var virkilega skemmtileg og spennandi en þetta var mjög jöfn lota og greinilegt að Nóel fékk mjög reyndan og öflugan mótherja enda var bardaginn gríðarlega skemmtilegur.

Nóel sótti mikla reynslun í þennan bardaga en hann lét ekki þar við sitja heldur æfði hann einnig með spænska landsliðinu í dag og greinilegt að Nóel ætlaði sér að fá alla þá reynslu sem hann gat fengið út úr þessu ævintýri. Bardaginn hans Nóels hefst eftir 3 klukkustundir og 22 mínútur á youtube link neðst í fréttinni.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular