spot_img
Thursday, November 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxBikarmót HNÍ var haldið í húsakynnum VBC síðastliðna helgi

Bikarmót HNÍ var haldið í húsakynnum VBC síðastliðna helgi

Þriðja bikarmót Hnefaleikasambands Íslands fór fram laugardaginn 5. október 2024 þar sem fóru fram þrír bardagar, tveir ungmennabardagar og einn bardagi í Elite flokki.

Í fyrsta bardaga dagsins áttust við þeir Benedikt Gylfi Eiríksson, sem keppir fyrir hönd Hnefaleikafélags Hafnafjarðar, og Róbert Smári Jónsson, sem keppir fyrir hönd Hnefaleikafélags Akraness í U19 ára flokki. Það var nokkuð jafnræði í bardaganum í fyrstu lotu, Benedikt hélt miðjum hringnum og pressaði Róbert ágætlega. Báðir bardagamenn notuðu stungur mikið í fyrstu lotu og greinilegt að báðir voru að kanna viðbrögð mótherjans. Benedikt fór að slá meira af þyngri höggum í annarri og þriðju lotu og náði yfirhöndinni þegar leið á bardagann. Að lokum fór Benedikt Gylfi með sigur af hólmi með einróma dómaraúrskurði.

Í öðrum bardaga dagsins áttust við þeir Adam Albasi, sem keppir fyrir hönd Glímufélags Reykjavíkur, og Hilmar Þorvarðarson, sem keppir fyrir hönd Hnefaleikafélags Reykjavíkur, en þeir kepptu í U15 ára flokki. Það er nokkuð ljóst að þeir mættu báðir til að skemmta áhorfendum en bardaginn var mjög fjörugur, mikið af höggum og báðir bardagamenn mjög hreyfanlegir. Eftir þrjár rosalegar lotur var niðurstaðan einróma dómaraúrskurður til Hilmars en þessir ungu strákar sýndu virkilega flotta takta og eru til merkis um að framtíðin er björt innan íslensku hnefaleikasenunni.

Í lokabardaga dagsins var úrslitaviðureign um bikarmeistaratitil en þar áttust við Daniel Rosa sem keppir fyrir hönd Bogatýr og Igor Biernat sem keppir fyrir hönd Þórs í Elite-flokki. Báðir bardagamenn áttu sín augnablik í bardaganum sem var jafn og spennandi. Þetta var saga tveggja stíla en Daniel sat á hælunum fyrir framan andstæðinginn og hlóð vel í hvert högg og sló greinilega fast. Igor var hreyfanlegri og með þennan hefðbundna hnefaleikastíl og reyndi að stjórna fjarlægðunum og draga Daniel inn í höggin sín. Að lokum sigraði Igor Bjernat á klofinni dómaraákvörðun en það var ekki öfundsvert að dæma um sigurvegara í þessum bardaga og er þar með bikarmeistari í -71 kg Elite-flokki.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular